Í gær var jólaskrautið tekið fram. Ég ákvað að hafa þetta mjög svipað og í fyrra – setti grenilengjur umvafnar með glærri seríu í gluggakisturnar og hengdi svo þessar skemmtilegu pappakúlur upp líka. Mér finnst alveg lúmskt gaman að nota skraut sem er kannski ekki sérstaklega hugsa sem jólaskraut í skreytingar og í ár eru það kúlurnar mínar:)
Mér á samt ábyggilega ekki eftir að finnast nógu jólalegt fyr en ég er búin að þrífa íbúðina, baka nokkrar sortir af smákökum í viðbót og svo verður Love Actually að vera í sjónvarpinu:):)
EH
Skrifa Innlegg