fbpx

Sjúk í Stellu!

Ég Mæli MeðFallegtIlmirNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég veit ég er búin að skrifa endalaust um hana Stellu mína en ég get fátt annað þegar ég finn ilm sem ég verð alveg húkkt á. En í þetta sinn finnst mér ég ver aað enduruppgötva ilminn sem kveikti ekki í mér alveg jafn mikið og nú eftir andlitsupplyftinguna sem hann hefur fengið. Umbúðir skipta bara gríðarlegu máli þegar kemur að ilmvötnum og hér hafa þær verið betrumbættar en ekki ilmurinn sjálfur – hann er sá sami.

stella4

Hér sjáið þið mitt 30 ml glas sem er líka töskusprey – ekkert mál að hafa þetta í töskunni svo er tappinn alveg pikkfastur á svo það ættu ekki að verða nein slys. 30ml glasið er ólíkt því sem er 50ml en það er stærra og eins og það var alltaf nema fjólublái liturinn er nú orðinn meira útí plómu, búið að bæta við fallegri gyllingu og pakkningarnar orðnar plómulitaðar með gylltum doppum eins og þið sjáið á myndinni að ofan.

Með þessum breytingum fylgdi líka nýtt andlit ilmsins sem er Lara Stone en þið getið séð allt um það HÉR.

stella2

Þegar Stella bjó til þennan ilm vildi hún gera kvenlegan en elegant ilm sem gæfi konum orku og sjálfstraust til að vera þær sjálfar og eltast við sína drauma. Ilmurinn einkennist af enskri rós en Stella vildi að sterk tengsl hennar við landið sitt væru áberandi í ilminum. Svo ilmurinn er hennar – hann er innblásinn af þessari flottu og sterku konu og þá liggur augum uppi að hann heiti í höfuðið á henni.

Toppnótur:
Rósatónar ríkja með keim af mandarínu og fresíu.

Hjartanótur:
Hrein rós og bóndarós.

Grunnnótur:
Raf sem leikur á móti rósatónum og dýpkar þá.

stella

Svo skemmir ekki fyrir að pakkningarnar sem ég fékk alla vega eru áritaðar af Stellu sjálfri – þessar fara ekki í ruslið það er bara þannig ;)

Mæli með því að þið kíkið á hana Stellu mína, ég var búin að prófa ilminn á sjálfri mér áður en ég fékk mitt eintak af ilminum og ég kolféll fyrir henni. Ilmurinn endist svo vel á húðinni, enda Eau de Parfum, en hann endist líka svo góður á húðinni, hann fer mér alla vega mjög vel og ég fýla hann í botn bæði á daginn og á kvöldin.

EH

Ilmvatnið sem ég skrifa um hér fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

 

Fyrir & eftir með nýja farðanum frá Max Factor

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Anný

    27. September 2014

    Ég er búin að nota Stellu í 8 ár og bara fæ ekki nóg ,svo var mér sagt um daginn þegar ég ætlaði að kaupa mér nýja að hún fengist ekki lengur á Íslandi :( veist þú eitthvað um það :) ?

    • Reykjavík Fashion Journal

      27. September 2014

      Hún hvarf af markaðnum í smástund þar sem ilmurinn var seldur á milli fyrirtækja, þá var ákveðið að taka útlitið aðeins í gegn og gefa þeim smá andlitsupplyftingu :) Stella er þó komin aftur núna á íslenskan markað og þú finnur hana í öllum helstu verslunum sem selja snyrtivörur ;)