Að vera ólétt og að vera forfallinn skófíkill fer alls ekki vel saman. Ég fór inná uppáhalds skósíðuna mína í gærkvöldi og skoðaði það sem er í boði hjá nokkrum uppáhalds hönnuðum. Óskalistinn lengdist en ekkert rataði í kröfuna, einkum vegna þess að ég fékk illt í bakið um leið og ég horfði of lengi á skónna. Svo hef ég heyrt að maður eigi bara alls ekkert að versla of mikið þegar maður er óléttur því maður fær víst ógeð af öllu sem maður kaupir á meðgöngunni og notar það aldrei aftur – gildir kannski ekki um háa hæla en ég tek enga áhættu! – þið bumbulínurnar þarna úti kannist kannski við þetta:)
Hér eru nokkrir af þeim sem lengdu óskalistann:
Studio TmlsStudio TmlsDolce VitaUnif Messeca
Ég get þó kannski fengið mér þessa til að vera með ykkur hinum Ó-óléttu
Ég get samt lofað því að í dag þegar ég fer út mun ég fyrst fara í háa hæla labba nokkur skref heima, gefast svo upp og fara í strigaskó…..
EH
Skrifa Innlegg