Þar sem ættingjar mínir eru að ferðast til USA á næstunni þá fer makeup óða ég að sjálfsögðu ósjálfrátt inná bandarískar vefverslanir til að kíkja hvað er í boði – Sephora er auðvitað ómissandi í þeim leiðangri.
Mig langaði að deila því með ykkur hvað er komið í innkaupakörfuna mína, auðvitað kemur kannski ekki allt til mín, Sephora er kannski ekki alveg sú ódýrasta en Target fylgir svo með líka sem býður uppá mun ódýrari en ekki síðri vörur.
Urban Decay:
Mér finnst þetta sprey klárlega vera eitthvað sem makeup fíklar verða að prófa – er það ekki?Naked 2 pallettan – þessi ekta ;)Mig langar eiginlega líka í Naked 3 pallettuna eftir að ég prófaði þessa augnskugga. Einir af þeim bestu sem ég hef prófað!Augnskuggaprimerinn frá UD hef ég bara heyrt aðra dásama – ég þarf að fara að prófa þennan!
Benefit:Mér finnst þetta kinnalitastifti alveg ótrúlega flott! Hér er búið að raða þremur litum saman sem er hægt að nota í einu. Sjáið að ljósasti liturinn er til að highlighta ofan á kinnbeinin. En svo er eflaust líka hægt að nota þá alla í sitthvoru lagi.Næst á dagskrá er að prófa augnskuggana frá merkinu. Mér líst mjög vel á þessa liti…Ein af nýjungunum frá Benefit er þesso farði sem gefur matta áferð og breytist þannig í púður þegar hann er kominn á andlitið – spennó!Einn af primerunum sem ég hef ekki prófað frá Benefit. Ég hef verið mjög ánægð með þá sem ég á sjálf svo nú þarf ég að prófa hina – ég er helst alltaf hrifnust af þeim sem gefa húðinni ljóma.
Sephora:Þessi bursti kallaði á mig. Ég held hann sé dásamlega mjúkur, þéttur og fullkominn til að bera á farða og skyggja andlitið. Mér finnst líka lokið sem kemur utan um hann sniðugt þar sem það passar uppá að burstinn haldi lögun sinni. Það er eitthvað við þessa liti í pallettunni sem heilla mig. Pallettan inniheldur gloss, kinnaliti og augnskugga sem smellpassa inní sumarið.
Laura Mercier:Ég hef aldrei gerst svo fræg að prófa neitt frá Lauru Mercier en ég hef heyrt mjög góða hluti um vörurnar. Ef þið eruð ofnæmisseggir á snyrtivörur þá er þetta merki án alla aukaefna, ég vinn með einum slíkum og hún elskar þessar vörur. Lituirnn á augnskugganum heillaði mig alveg uppúr skónnum og þennan má nota bæði þurran og blautan.
Stila:Stila er annað merki sem mig hefur dauðlangað til að prófa en aldrei gefist tækifæri. Það verða einhverjar vörur frá þessu merki sem ég kem til með að panta. Langar dáldið í þennan augnskugga sem er með metal áferð og með fylgir vökvi sem er hægt að nota til að bleyta upp í augnskugganum. Ég hef aldrei séð jafn mikla litadýrð í blautum eyelinerum og hjá þessu merki. Ég verð að eignast þennan græna…… og þennan hvíta! Þessi er búinn að vera alltof lengi á óskalistanum:)
Jose Maran:Eftir að ég prófaði vörurnar frá Josie, kolféll ég fyrir þeim, mig langar helst að prófa þær allar. Ég hef mikið notað farðann og olíuna og jafn drjúgar vörur finnast varla. Hér er smá pakk sem inniheldur vörur fyrir grunnförðunina. Kinnaliturnn heillar alveg sérstaklega. Maskari sem inniheldur Argan Olíu – ég efast ekki um að olían sé jafn góð fyrir augnhárin og hún þykir vera fyrir hárið!Ég er bara forfallinn kinnalitaaðdáandi – sérstaklega svona blautra svo þegar ég sé svona pakka með mörgum litum þá á ég erfitt með að neita mér um eintak.
Marc Jacobs:Aftur er hér um að ræða merki sem ég hef ekki prófað en langar mikið til. Augnskuggar eru eitthvað sem segir mikið til um gæði annarra vara hjá merkjum og því er nauðsynlegt að prófa þá. Mér finnst hins vegar litasamsetningarnar í pallettunum ekki nógu spennandi, held að þessi komist þó næst mínum smekki.Varalitur er annað sem þarf að prófa. Þessi litur fannst mér sumarlegur og skemmtilegur.Fallegastir fundust mér þó eyelinerblýantarnir sem eru með metal áferð – ég er fíkill í metal í förðunarvörum, hafið þið tekið eftir því ;) Þessi litur finnst mér æðislegur…… og þessi ekkert síðri!
Tarte: Aftur ég get ekki staðist fallega kinnaliti – þessi stifti heilluðu og sérstakelga litirnir. Þessi nýtast auðvitað ekki bara á kinnarnar heldur líka á varirnar. Dökki liturinn er ekta ég…… en þessi er kannski meira hefðbundinn og flottur fyrir sumarið.
ohh… hvað ég hefði ekkert á móti því að eignast þetta allt. Samtals er ég komin uppí $679 – er það ekki fullmikið – ég þarf eitthvað að kötta niður, en ég get látið mig dreyma :)
EH
Skrifa Innlegg