Við tókum daginn í gær eldsnemma og keyrðum á Bjarteyjarsand í Hvalfirði þar sem við fjölskyldan áttum deit við þrjár aðrar en tilgangur ferðarinnar var að fara með krakkana í fyrstu sveitaferð sumarsins. Ég hef nú þónokkrum sinnum sagt ykkur frá frábæra mömmuhópnum mínum en þetta eru allt mömmur og börn sem tilheyra honum – maður einnar þeirra er frá Bjarteyjarsandi og mamma hans var svo yndisleg að taka á móti okkur.
Við kíktum í fjárhúsið, á kindur, lömb, eina geit, kanínur og hesta og kíktum auðvitað líka á hana og hænur. Frábær byrjun á fáránlega fallegum sumardegi:)
Hér eru nokkrar myndir frá deginum okkar sem mig langar að deila með ykkur…
Tinni Snær og Eva og fyrir aftan sjást Sigurjón Geir og Arnar Emil.
Traktor – Tinni!
Sveitastrákar!
Tinna leist ekkert alveg sérstaklega vel á lambið.
Fjölskyldan og krúttlega lambið.
Sigurjón Geir gefur hestunum að borða – hér er alvöru sveitamaður að störfum.
Tinna Snæ leist ekkert sérstaklega vel á hundinn í sveitinni…
Við reyndum að taka uppstillta hópmynd af börnunum án árangurs…
Tinni Snær og besta vinkona hans hún Eva.
Klifurkettir :)
Meistarar að störfum.
Hópmyndin tókst loksins í lok dagsins – en eiginlega alveg óvart og svona óuppstilltar myndir eru líka langskemmtilegastar :)
Frábær dagur með frábæru fólki ég vona að ferðirnar verði fleiri uppá Bjarteyjarsand í sumar.
EH
Skrifa Innlegg