fbpx

Royal Extreme Gleði!

Ég skríkti upphátt þegar ég sá fréttir á Facebook sem ég hafði beðið eftir alltof lengi. Nú er merkið Royal Extreme loksins fáanlegt aftur. Una Hlín Kristjánsdóttir hönnuður merkisins tilkynnti það í gærkvöldi að nú væri hægt að fara í verslanir Topshop og E Label og fjárfesta í flíkum frá merkinu.

Una sló svo sannarlega í gegn með Royal Extreme fyrir örfáum árum síðan, hún var lofuð í öllum helstu tískumiðlum landsins, sýndi á RFF og rak búð á Bergstaðastrætinu – þar sem ég kíkti nokkrum sinnum við og tók einu sinni ansi gott spreð í. Það sem ég kann svo vel að meta við flíkurnar frá merkinu er hvað þær eru líflegar og engri annarri líkar – alveg einstakar. Hér fyrir neðan er smá upprifjun af gersemunum sem fengust frá Royal Extreme:

Ljósmyndari: Oddvar Örn Hjartarson
Fyrirsæta: Brynja Jónbjarnardóttir Eskimo models
Make Up: Ísak Freyr Helgason
Hár: Dagný Gréta Ólafsdóttir Salon Veh
Myndir: SS2011

Það er greinilega nóg að gera hjá Unu þessa dagana því það er ekki langt síðan hún tók við sem yfirhönnuður hjá Andersen & Lauth. Samkvæmt Unu eru þetta m.a. vinsælustu flíkurnar sem verða til sölu t.d. sokkarnir, silkikjólarnir og leðurjakkarnir en það er greinilegt að við þurfum bara að kíkja útí næstu verslun til að sjá almennilega hvað er í boði!

EH

Undirbúningur Fyrir Komu Erfingjans #1

Skrifa Innlegg