Það er ekkert sem hefur jafn slæm áhrif á húðina mína og frostið sem er búið að herja á landsmönnum síðustu daga. Ég finn í alvörunni hvernig húðin mín er smám saman að skrælna upp og mér er alveg farið að hætta að lítast á blikuna. Ég er komin með svo slæma þurrkubletti í kringum auguna að þeir eru farnir að minna á exem. Ég hef þurft að nota sterkakrem á augnlokin mín til að halda þurrkublettunum í skefjum og ég er farin að nota hreinsiolíu á hverjum degi til að kom jafnvægi á húðina – ég hef aldrei gengið svona langt. Þrátt fyrir að vera með skraufþurra húð hef ég aldrei lagt í það að setja olíu á húðina mína en núna verð ég að gera það. Ég er að nota hreinsiolíu frá Make Up Store og svo hef ég líka notað kókosolíuna hennar Sollu á augun.
Þetta geri ég þó bara þegar ég er mjög slæm en dags daglega nota ég rakabomburnar mínar frá Elizabeth Arden og mig langaði að deila þeim með ykkur í þetta sinn. Elizabeth Arden er merki sem hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér en vörurnar frá þeim eru miklar gæðavörur. Fyrsta varan sem ég man eftir að hafa prófað frá merkinu er bodylotionið sem inniheldur örlítil hunangskorn sem springa út þegar þau komast í snertinu við húðina – án efa uppáhalds bodylotionið mitt.
Til að viðhalda rakanum í kringum augun nota ég augnkremið Visable Difference Eye Moisturizing. Þetta er rakabomba sem smýgur strax inní húðina ég set það allan hringinn í kringum augun eftir að ég hef borið rakaserum yfir húðina en áður en ég set á mig rakakrem – var að prófa nýtt rakakrem sem er ilmefnalaust verð að segja ykkur frá því sem fyrst.
Svo nota ég Visible Difference Mulit-Targeted BB kremið frá merkinu sem er mjög þétt og þykkt algjör bomba fyrir mína húð. Svo elska ég það að það innihaldi SPF 30 en ég er algjör sökker fyrir kremum með háum sólarvarnarstuðlum.
Hér sjáið þið þessar þykku og flottu vörur – love it!
BB kremið nota ég annað hvort eitt og sér eða undir léttan farða útkoman er alltaf flott að mínu mati ég var einmitt með það á húðinni undir farðanum mínum þegar ég fór á Baggalútstónleikana um síðustu helgi ég sýni ykkur lúkkið seinna í dag :)
Mæli hiklaust með þessum vörum og ef ykkur vantar gjöf fyrir konu í lífi ykkar sem á skilið dekur kíkið þá á Elizabeth Arden rekkan í snyrtivörudeild Hagkaupa og takið eina krukku af boylotioninu það er einstakt:)
EH
Skrifa Innlegg