fbpx

Ragnheiður Lilja prófar hátíðarpallettu frá One Direction

Jól 2014JólagjafahugmyndirNáðu LúkkinuNýjungar í SnyrtivöruheiminumRagnheiður Lilja & Rebekka Rut

Þá er komið að fyrstu færslunni frá henni Ragnheiði Lilju en fyrir ykkur sem misstuð mögulega af færslunni þar sem ég kynni gestabloggarana mína til leiks þá finnið þið hana HÉR. Ragnheiður Lilja er 15 ára gömul Hafnafjarðarmær með ótrúlega mikinn áhuga á öllu sem tengist tísku og förðun. Hana og systur hennar Rebekku Rut langar svo að byrja að blogga svo ég ákvað að bjóða þeim að feta sín fyrstu skref hjá mér. Ég vona að ykkur muni lítast vel á skrif þeirra systra og takið tillit til þess að hér eru þær að feta sín fyrstu skref. Ef þið viljið koma uppástungum á því sem ykkur langar að lesa frá þeim endilega setjið athugasemdir við færslunar þeirra og þær fylgjast vel með.

Systurnar fengu gjafasett merkt hljómsveitardrengjunum One Direction að gjöf og hafa verið að prófa sig áfram með settin. Hér ætlar Ragnheiður að segja okkur frá settinu sínu – fullkomin jólagjöf fyrir ungu skvísuna í fjölskyldunni – settin fást t.d. í Hagkaup og Lyf og Heilsu :)

Nú gef ég Ragnheiði Lilju orðið!

EH

Þegar ég sé vörur með einhverjum frægum er ég ekki alveg að trúa því að þær séu sérstaklega góðar. Og þegar ég fékk One Direction makeup settið þá hélt ég að það yrði ekkert sérstaklega gott, en ég hafði rangt fyrir mér og nú er ég alveg ástfanginn af því.

Ég á rauða settið sem heitir ,,Midnight Memories.” Það sem er í því er svartur augnblýantur, rauður varalitur, bleikur glimmer gloss, svartur maskari, fimm augnskuggar, naglalakk og fimm stenslar.

Allar vörurnar eiga sér nafn eftir lögunum þeirra.

onedirection5

Fyrsta varan sem ég ætla segja frá er rauði varaliturinn. Hann er mjög mjög góður. Þegar maður setur hann á sig er hann ekki með glimmeri og glansar ekki, sem ég elska. Það er mjög auðvelt að bera hann á sig og það er eins og maður sé með varablýant undir. Þetta er án gríns minn uppáhalds varalitur núna. Þessi varalitur minnir mig á jólin og ég er algjört jólabarn. Og þessi varalitur heitir ,,Best Song Ever.”

10833624_10203070307940564_362562379_n onedirection2

Það er einnig gloss í ,,One Direction settinu.” Hann er bleikur glimmer og hann er ótrúlega fallegur og burstinn er rosalega þæginlegur og góður að bera á varirnar. Þegar þú setur glossinn á þig þá finnur þú fyrir glimmerinu og það er svolítið   fyndin tilfinning. En hann er mjög góður og hann heitir ,,Through The Dark.” Ég verð allavega að segja að hann er  eitt af bestu glossum sem ég hef prófað og ég elska hann.

Næsta vara sem ég ætla segja frá er svarti augnblýanturinn. Þessi augnblýantur er mjög fallegur og mildur. Hann er alveg mjög fallegur á litinn. Þegar það kemur að augnblýuntum þá verð ég að segja ég kann ekki að setja það á mig og það endar alltaf þannig að ég lít út eins og panda um augun og tek það svo það bara af mér og sleppi því bara að vera með augnblýant. En þessi er öðruvísi og á alveg yndislegan hátt. Ég á mjög auðvelt með að setja hann á mig. Ég hélt að ef blýanturinn væri þykkur þá væri erfiðara að setja hann á sig en það er alls ekki þannig. Þessi augnblýnatur heitir ,,Better Then Words” og ég er að dýrka hann.

onedirection6

Þegar það kemur að maskara þá skipta hárinn á honum mestu máli  og þessi er alveg fullkomin án ýkjunar. Þessi maskari gerir ekki neinar klessur, burstinn er alveg fullkomin og þegar þú berð hann á þig gerir hann augnhárin mjög falleg, og það er eins og þú hafir verið að bretta upp á augnhárinn. Hann lengir þau og stækkar augun aðeins sem er kostur fyrir mér. Ég hef átt alveg nokkra maskara en þessi er hingað til á toppnum. Hann heitir ,,Little Black Dress” og mér finnst nafnið alveg passa fullkomnlega við maskarann.

Það er augnskugga palletta sem er með fimm augnskuggum. Þeir eru rosalega fallegir og það er glimmur í þeim. Með þeim fylgir burstir og svampur sem er alltaf gaman að fá með.

onedirection3

Fyrsti augnskugginn sem ég ætla að segja frá heitir ,,Midnight Memories” og er fallegur glans silfurlitaður augnskuggi. Hann er frekar “fancy,, og mjög þægilegur að bera á sig og er svolítið kremlegur þega þú berð hann á þig.

Annar augnskugginn sem ég ætla að segja frá heitir ,,Half A Heart” og er grár og mjög fallegur dökkgrár glimmer litur. Hann er mjög fallegur fyrir skyggingu.

Þriðji augnskugginn er glimmer svartur og heitir ,,Strong” og er frekar dökkur en ég verð að segja hann er mjög fallegur.

Það er einnig mjög fallegur glimmer litur hann er bleikur og heitir ,,Don´t Forget Where You Belong.” Það falleg og góð aðferð á honum. Hann er mjög mildur og er mjög fallega rósableikur.

Fjórði augnskugginn sem ég ætla að segja frá er mjög “natural,, og er fallega ljósgrár. Þessi litur heitir ,,Little White Lies”, hann er líka með pínu glimmer í, en ekki jafn miklu glimmeri og hinir litirnir.

Fimmti augnskugginn sem ég ætla að segja frá er svartur glimmer litur. Hann er mjög fallegur litur og heitir ,,Strong”, sem mér finnst alveg passa við litinn, því hann er sterkur og fallegur. Hann er kolsvartur, glimmer litur.

Allir þessir litir eru rosalega fallegir .

10805227_10203070308980590_1493576290_n

Ég elska naglalökk og það er einmitt eitt mjög fallegt sem fylgir þessu makeup setti. Þetta er dökkur grár metal litur. Það er mjög þæginlegur bursti með honum og það gerir það þæginlegt að setja naglalakkið á sig. Mér finnst best að fara tvær umferðir með hann til að ná fullkomnum lit. Þetta fallega naglalakk heitir ,,Right Now”.

onedirection
Síðast en ekki síst eru það stenslanir sem fylgja með. Það eru fimm stenslar. Það eru demantar, þríhyrningar, kóróna, eldingar og örvar. Með stenslunum getið þið mótað skemmtileg munstur í andlitinu, til dæmis fyrir neðan augun, ofan á kinnbeinin og notað til þess svarta eyelinerblýantinn. Einnig getið þið notað stenslana til að skreyta umbúðirnar á skemmtilegan hátt.

10822238_10203070308620581_104114670_n

Þetta er eitt af þremur settunum frá þeim en svo er líka hægt að fá einfaldari sett sem koma í fimm týpum af umbúðum – það er hægt að fá umbúðir sem eru með hverjum hljómsveitarmeðlimi framan á. Þetta er eitthvað fyrir alla og sérstaklega stelpur á mínum aldri.

– Ragnheiður Lilja

Vörurnar sem höfundur skrifar um hér fékk Erna Hrund eigandi Reykjavík Fashion Journal sendar sem sýnishhorn. Það hefur þó engin áhrif á skrifin sem endurspegla hreinskilið álit greinahöfundar.

Leyndarmál Makeup Artistans: Hátíðarráð!

Skrifa Innlegg