fbpx

Ráð gegn þurrum og sprungnum vörum

Ég Mæli MeðSnyrtibuddan mínVarir

Ég er með sérstaklega þurrar og leiðinlegar varir. Ég verð bara að nota varasalva á hverjum einasta degi og oft á dag. Ef ég gleymi því þá skrælna varirnar mínar upp, springa og ég byrja að naga þær. Það er leiðindaávani sem endar oftar en ekki í því að ég fæ sár á varirnar sem blæðir úr.

Ég hef vanið mig á það að vera með varasalva alls staðar, í öllum töskum, í vösum á öllum kápum, í vinnunni, í bílnum – alls staðar! Lang oftast nota ég varasalvana frá Blistex – ég bókstaflega dýrka þennan grænbláa klassíska (lengst til vinstri á myndinni). Hann rífur alveg aðeins í varirnar, sérstaklega ef hún er þunn eftir mikið nag. En ég finn mikinn mun um leið og ég ber hann á.

varasalvar

Að naga varirnar er eitthvað sem ég hef gert alltof lengi og mig langar svo mikið að hætta því. Ekki bara fæ ég leiðindasár heldur verða varirnar mínar í leiðinni mislitar og þær eru það alveg nógu mikið fyrir. En þegar maður er með mislitar varir þá getur niðurstaðan verið sú að varaliturinn sem maður er með er ekki ein á litinn yfir allar varirnar. Sérstaklega ef hann er ljós. Svo ef þið eruð eins og ég með þurrar og sprungnar varir þá er gott að venja sig á að skrúbba varirnar reglulega kannski 2-3 í viku eftir ástandi þeirra.

Það eru til sérstakir varaskrúbbar en ég hef aldrei gerst svo fræg að prófa þá. Ég nota alltaf aðferðina sem Kalli frændi minn kenndi mér fyrir mörgum árum og það var að nota rakan þvottapoka til að skrúbba varirnar. Þá nuddið þið bara varirnar í smástund með þvottapokanum – þær verða dáldið dofnar eftir á. Ég geri þetta helst á kvöldin og set svo þykkan varasalva yfir varirnar til að vera á yfir nóttina. Ég geri þetta reyndar líka ef ástandið á vörunum er slæmt og ég er að fara að setja á mig varalit kannski fyrir einhvern viðburð. Það er líka gott að venja sig á að bera á sig varasalva áður en maður setur á sig varalit. Byrjið kannski á því áður en þið farðið restina af andlitinu. Með því að gera það þá nærið þið varirnar vel og þær fá nauðsynlegan raka sem þær myndu annars taka frá varalitnum sem verður þá í staðinn fallegri lengur og endist betur.

Hér sjáið þið þá varasalva sem ég er með á víð og dreif…varasalvar2

Blistex Medicated Lip Balm: Þessi klassíski sem er snilld fyrir þurrar varir í kuldanum – en ég segi aðeins betur frá honum hér fyrir ofan. Kannski fínt að bæta við að hann er mjög mjúkur svo hann rennur auðveldlega yfir varirnar.

Blistex Simple and Sensetive: Þegar ég er ekki slæm í vörunum þá nota ég þennan. Hann inniheldur kókossmjör, jojoba og sólblómafræs olíur. Það er enginn ilmur, ekkert bragð og enginn litur af honum. Bara basic og góður varasalvi sem er mjög auðveldlega hægt að ofnota – sem er ekki slæmt.

Blistex Lip Vibrance. Þessi er mjög léttur og mjúkur og er með ávaxtailmi og bragði. Það er smá litur í varasalvanum sem hentar vel dags daglega. Ég nota hann mikið bara á daginn til að varirnar fái ferskan lit. Það sem er skemmtilegast við hann er að á tappanum er pínulítill og krúttlegur spegill. Algjör snilld að nota þegar varasalvinn er borinn á en þar sem hann er með smá lit er gott að geta passað uppá að liturinn sé jafn!

varasalvar3Hér sjáið þið smá close up af speglinum sem er á varasalvanum.

Ég er búin að næla mér í ansi skemmtilega uppskrift fyrir varaskrúbb sem ég er mjög spennt að prófa – eina málið er að það tekur alveg 2 vikur fyrir hann að jafna sig inní ískáp. En ég ætla samt að prófa og ég segi ykkur frá því þegar þetta vonandi tekst. En undirstaðan í þeim skrúbbi er hrásykur og kókosolía – hljómar alltof vel!

EH

Maybelline dagatalið

Skrifa Innlegg

22 Skilaboð

  1. Ósk

    22. January 2014

    Á við alveg sama vandamál að stríða, verð að eignast þessa varasalva!

    Hvar fást þeir og hvað er verðið? :)

  2. Inga Rós

    22. January 2014

    Ég tannbursta alltaf varirnar til að taka dauðu húðina, svínvirkar :) Burt’s Bees eru svo uppáhalds varasalvinn. Kveðja, varasalvafíkillinn.

    • Reykjavík Fashion Journal

      23. January 2014

      Tannburstinn hann einmitt svínvirkar ;) – Að mínu mati eru samt barnatannburstarnir betri þeir eru miklu þéttari og mýkri :)

  3. Agnes

    22. January 2014

    Ég held mikið uppá Varagaldur frá Vilimey, er einmitt með einn í veskinu, annan í íþróttatöskunni og þriðja í bílnum ;)

  4. Agnes

    22. January 2014

    Er alltaf með smá varaþurrk en hann hefur lagast mikið eftir að ég byrjaði að nota Varagaldur frá Villimey, á þrjá á hinum ýmsu stöðum :)

  5. Elsa

    22. January 2014

    Fæ alltaf meiri varaþurrk að nota svona blistex og vaselín, þangað til að ég uppgvötaði þennan hér í linknum að neðan, hann fæst í Hagkaup á 2.000-kr dollan, en hann er sjúkur að mínu mati.
    (En sendi hér link bara til þið getið séð um hvaða varasalva ég er að tala um)
    http://www.sephora.com/rosebud-salve-P42204

  6. Jóhanna kristín

    22. January 2014

    Sá einmitt Rosebud varasalvann í Hagkaup og blöskraði verðið. 6 dollarar úti, tvöþúsund á Íslandi.

    • Reykjavík Fashion Journal

      23. January 2014

      Algjör snilld! Prófaði hann einmitt þegar ég var með Tinna á brjósti þá notaði ég alltaf þetta á geirvörturnar þegar þær þornuðu og prófaði að setja hann svo á varirnar og það svínvirkaði!

  7. Elísabet

    22. January 2014

    hvar færðu þennan rauða?

  8. Brynhildur

    23. January 2014

    Ég er einmitt búin að vera í mörg ár í þessum pakka að vera að drepast úr varaþurrki þar til hún móðir mín bennti mér á litla fjólubláa brjóstakremið (er ótrúlega dýrt svona pínulítil túpa kostar hátt í 1000kr) en í fyrsta sinn í öruglega 5 ár hef ég ekki notað varasalva í 3 vikur fyrir utan að eitt kvöld í viku set ég þetta krem á varirnar og þær eru góðar í viku (fyrstu 3 dagana var ég samt dugleg að bera á). Mæli alveg svakalega með þessu og þvílíkur léttir að einmitt vera ekki með blæðandi sár á vörunum eftir nag.

    • Reykjavík Fashion Journal

      23. January 2014

      Heyrðu já – hann nota ég líka!! Algjör snilld – hann er einn af þessum “varasölvum” sem eru á víð og dreif um allt hjá mér ;)

  9. Heiða

    23. January 2014

    ég er einmitt með þennan króníska varaþurrk og naga varnirnar líka ef þær eru þurrar mæli með varagaldri frá villimey. Eftir að ég byrjaði að nota hann hættu varirnar að verð svona óþolandi nagi þurrar :)
    Varagaldur er úr jurtum af vestfjörðum og alveg lyktarlaus hef líka sett hann á sár því það tekur mig yfirleitt langann tíma að gróa og fæ oft sýkingar, hann græðir upp sárin á nokkrum dögum.

  10. Elsa

    23. January 2014

    En Rosebud er algjörlega þess virði, ég tala af varasalva reynslu :-) Hef líka prófað Decubal en allir þessir varasalvar kalla á meiri varasalva, Rosebud er öðruvísi.

  11. Svanhildur

    24. January 2014

    Haha ég er örugglega með 5-6 stk af þessum lengst til vinstri á víð og dreif… algjörlega uppáhalds :) verð samt greinilega að ná mér í hina 2 og prófa… :) og já nota líka brjóstakremið öðruhvoru, það virkar vel :)

  12. Björk

    28. January 2014

    Langar að benda þér á að prófa að skipta út í ákveðinn tíma öllum varasölvum sem eru “mineral oil” í grunninn, þeas vaselín eða þvíumlíkt, líka kallað paraffín. Það er algengt að það sé það sem kallar alltaf á meiri varasalva. Ég er amk ekki háð varasalva lengur svo þetta virkaði fyrir mig. Ég á samt alltaf nokkra góða á víð og dreif af gömlum vana sem eiga það einmitt sameiginlegt að innihalda ekki þetta efni, t.d Burt´s bees og eos. Það eru margir góðir til en þeir sem ég á við eru þeir sem eru búnir til úr náttúrulegum olíum, shea butter / cocoa butter og býflugnavaxi. Skora a þig að prófa, fínt að nálgast slíkt í Danmerkurferðinni, t.d. í Helsemin, þar mæli ég líka með Hurraw og Dr. Bronner :)