fbpx

Ráð gegn þurrki í háloftunum

Ég Mæli MeðHúðMakeup TipsSnyrtibuddan mínSnyrtivörur

Jæja svo ég fari nú að hætta að ergja mig á því að hafa fallið fyrir fake förðunarvöru þá ætla ég í staðin að dásema eina eðalvöru!

Eins og ég hef margsagt hérna á síðunni þá er ég með mjög þurra húð sem er viðkvæm fyrir mjög miklu í kringum mig og sérstaklega loftslagi og veðurbreytingum. Það gefur því auga leið að þegar ég fór til Kaupmannahafnar fyrir viku og í flugvél þá svoleiðis snarversnaði þurrkurinn í húðinni og ég fékk alls kyns leiðinlega þurrkubletti.

IMG_7742Sú vara sem hefur hjálpað mér að ná húðinni aftur góðri bara á tveimur dögum er rakasprey, Minerals in the Mist,  frá merkinu Youngblood. Það er til í nokkrum mismunandi útgáfum – mín týpa heitir Relax og inniheldur  lavender, vanillu, steinefni og vítamín. Auk þess þá inniheldur það engifer sem hjálpar húðinni að komast í gott jafnvægi og laga þann skaða sem einhverjar breytingar í kringum húðina hafa gert henni.

Ég spreyja því alltaf á hreina húðina eftir að ég er búin að þrífa hana eins og nokkurs konar andlitsvatn. Svo spreyja ég því aftur yfir húðina eftir að ég er búin að bera farða eða bb krem á húðina því það kemur svo falleg áferð á farðann og eins og stendur á flöskunni þá hjálpar það húðinni að varðveita rakann sem hún er búin að fá vel.

Þetta er fullkomin vara til að vera með sér í flugvélinni þegar maður finnur að hún er að þorna upp. Eins ef þið eruð að fara til útlanda þar sem er örðuvísi loftslag en hér heima og þið eruð með húð sem er viðkvæm fyrir þeim breytingum þá er þetta vara sem þið ættuð að taka með ykkur. Ef þið eruð t.d. á leiðinni til sólarlanda þá er upplagt að taka spreyið með og geyma það inní ísskáp – þá verður það ennþá meira frískandi. Þetta sprey kemur héðan í frá alltaf með mér í flug!

Það þarf að hrista flöskuna fyrir notkun og halda henni í smá fjarlægð frá andlitinu þegar spreyað er yfir húðina.

Á síðu sem ég las mér aðeins til um spreyið er stungið uppá því að blanda spreyinu saman við bæði kinnaliti og augnskugga til að fá þéttari áferð á húðina og augun.

Ég nota líka spreyið bara yfir daginn til að fríska aðeins uppá húðina, það er svo ótrúlega frískandi að fá svona léttan úða yfir sig og ég endurnærist alveg. Ilmurinn af spreyinu er líka ótrúlega góður.

Ég hvet ykkur sem eruð með þurra húð til að prófa þetta er virkilega skemmtileg vara og svona steinefnavörur eru svo góðar fyrir viðkvæma húð.

Youngblood fæst t.d. inní Hagkaup Smáralind!

Nýtt í snyrtibuddunni: Urban Decay - fake...:/

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Jóna

    6. February 2014

    Veistu hvað verðið er á þessu í Hagkaup?