Eru ekki örugglega einhverjir hérna sem eins og ég verðum svakalegir fótboltaaðdáendur í kringum stórmót ? Ég hef alltaf reyndar fylgst vel með fótbolta enda alin upp í þessum heimi en faðir minn hefur þjálfað óendanlega mikið af fólki í íþróttinni og verið viðloðinn markmannsþjálfun í unglingalandsliðunum. Mér finnst óendanlega skemmtilegt að fylgjast með landsliðum keppa á svona stórmótum. Í vinnunni er leikur í gangi þar sem við skiluðum inn ágiskunum á úrslit allra leikja og mér gengur svona glimrandi vel – var efst í gær en þarf að skoða hvort staðan mín hafi eitthvað breyst í dag. Þið verðið að afsaka en ég varð bara aðeins að monta mig af því að ganga svona vel í leiknum – samstarfsmenn mínum til mikillar furðu :)
En að öðru en þó áfram tengdu HM í fótbolta en Puma kom með limited edition útgáfu af vinsælu grænu og gulu ilmvötnunum sínum í tilefni fótboltahátíðarinnar. Þetta eru sérstaklega vinsæl ilmvötn til að hafa með sér í íþróttatöskunni eftir æfingu því þeir eru hugsaði til þess að vera upplífgandi og frískandi eftir góða hreyfingu.
Græni ilmurinn er fyrir herra:
Lavander – Lilja – Vanilla – Hvítur Sedarviður
Guli ilmurinn er fyrir konur:
Bergamot – Epli – Magnolia – Rós – Fjóla – Fresía – Orris – Sandalviður – Sedarviður
Eins og þið sjáið á innihaldslýsingum ilmanna tveggja þá eru þetta sætir og frísklegir ilmir sem eru líka tilvaldir fyrir unga fólkið :)
Umbúðirnar eru aðeins til í takmörkuðu upplagi og ef þið eruð aðdáaendur Puma ilmanna og HM eða þekkið einhvern sem er það þá eru þeir líka tilvalin til að gefa. Puma ilmvötnin eru nefninlega á mjög góðu verði að mínu mati.
Puma býður uppá skemmtilegt úrval af alls konar ilmum en ég var einmitt að fá síðan nýjustu ilmina frá merkinu í gær sem ég ætla að gefa lesendum á næstunni – fylgist endilega með því :)
EH
Ilmvötnin fékk ég send sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.
Skrifa Innlegg