fbpx

Postulínsfiskur frá Hring eftir Hring

FylgihlutirÍslensk HönnunLífið Mitt

Hring eftir Hring er eitt af mínum uppáhalds íslensku merkjum. Mér finnst skartgripirnir sem hún Steinunn Vala hannar svo fallegir og einstakir. Ég fékk hálsmen frá henni í jólagjöf frá Aðalsteini og hef notað það mikið síðan þá – mér finnst það passa við allt.

Í síðustu viku fór ég í verkefni útá land með Aldísi Pálsdóttur ljósmyndara. Við vorum við Seljalandsfoss að taka myndir fyrir geisladisk hjá íslenskri söngkonu sem er búsett í DK. Aldís hafði fengið lánað skart frá Steinunni Völu og þar á meðal var gullfallegur postulínsfiskur sem er nýr hjá merkinu.

Um leið og ég sá hann þá vissi ég að ég þyrfti að eignast hann – hann er svo látlaus og skemmtilegur. Ég notaði hann fyrst núna í vikunni bara við gallabuxur og gráan stuttermabol – basic og flott og fiskurinn fékk að njóta sín!

Fiskurinn er bæði til sléttur og hrjúfur og á meninu er trékúla sem kemur í ólíkum stærðum sem minnir mig helst á flotholt eins og á veiðistöngum.

Þegar ég fór og valdi fiskinn minn þá fékk ég að taka myndir inní vinnustofunni hennar Steinunnar Völu – ótrúlega skemmtilegt rými fullt af fallegum skartgripum. Sýni ykkur þær seinna;)

Skartið frá Hring eftir Hring fæst í langflestum hönnunarbúðum eins og t.d. Kraum, Mýrinni og Epal.

EH

Chanel no 5 & Marilyn

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Marta Kristín

    18. July 2013

    Vörurnar eru einnig seldar á Akureyri í Kistu í Hofi. Svona fyrir þær sem eru út á landi :)