fbpx

Póser

Lífið Mitt

Ég byrjaði ung að aldri að pósa fyrir framan spegilinn hjá foreldrum mínum. Oftast með tónlist í eyrunum svo ef einhver þurfti að nota salernið þá þurfti að líkja eftir banki jólasveinsins – nokkrum sinnum. Að fara í gegnum gömul albúm á Facebook getur verið stórkostleg skemmtun og ég hugga mig við að þessar myndir eru 5 ára gamlar. Ég get reyndar þakkað speglapósaranum mér fyrir að hafa æft sig svona vel og reglulega því þessi hæfileiki kemur sér vel þegar ég geri sýnikennslur og umfjallanir um snyrtivörur.

Gjörið svo vel og hlæjið smá í boði mín:)Eins og þið sjáið þá var andlitið mitt 3 tónum dekkra en það er í dag – en ákveðið tímabil í lífi mínu einkenndist af óhóflegri notkun á ljósabekkjum – það er eitthvað sem ég sé mikið eftir í dag. Sjálfbrúnkukrem gefa miklu fallegri lit og eru skaðlaus. Eins var ég mjög hrifin af því að vera með hárið ljóst – en hárið hefur fengið að halda sínum náttúrulega dökka lit síðan ég fór í heimsókn á hárgreiðslustofu frænda míns – Kalla Berndsen – daginn eftir að ég útskrifaðist úr Verzló í maí 2009. Hann tók andköf þegar hann sá á mér hárið, skipaði mér að setjast í stólinn og litaði hárið á mér dökkt. Það má því eiginlega segja að skinkan í mér hafi hvatt þegar ég kláraði Verzló – ég sakna hennar lítið.

Ég vona svo sannarlega að þegar Tinninn minn kemst á unglingsárið þá rekist hann á þessa færslu og skammist sín hrikalega fyrir mömmu sína – er það ekki partur af því að verða mamma að geta bæði gert grín af sjálfri sér og fá börnin sín til að fara svona hrikalega hjá sér;)

EH

Sienna

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. loa

    30. April 2013

    þú Ert/Varst og Munt alltaf vera Fallegust! knús lóahrænka<3

  2. Edda Konráðs

    30. April 2013

    Hvílík snilld! Þetta er Ernan sem ég kynntist haha! Neðstu stútarnir eru laaangbestir ;)