Um daginn mætti heim til mín flottasta naglalakk sem ég hef nokkur tíman átt – Penny Talk frá Essie. Ég er algjörlega sjúk í þetta naglalakk og ég hef fengið fullt af fyrirspurnum um það síðan ég birti nokkrar myndir af því á Facebook og Instagram – svo fyrir ykkur sem voruð forvitnar þá sjáið þið lakkið hér…
Lakkið gefur þétta metal áferð og er koparlitað – svo nú get ég verið með neglur í stíl við einn af aðaltrendlitum ársins. Lakkið er rosalega þétt og það var eiginlega nóg að setja bara eina umferð af því. Lakkið þakti allar neglurnar og liturinn svo þéttur og flottur. Ég setti reyndar tvær umferðir til að hafa lakkið enn flottara en undir setti ég base coat.
Oft með svona metal liti þá eru þeir þunnir en til að fá alveg þétta áferð á lakkið þarf að nota base coat undir þá – ég notaði nú bara base coat frá L’Oreal sem ég átti í skúffunni hjá mér og það virkaði sjúklega vel.
Penny Talk lakkið fann ég á ebay á nokkra dollara og fékk sent til Íslands. Ég er alveg sjúk í þetta naglalakk og ef ykkur langar í það setjið þá bara „essie penny talk“ inní leitargluggann á ebay og þá ættuð þið að finna það.
EH
p.s. vissuð þið að nú fást Essie naglalökkin í DutyFree á Keflavíkurflugvelli – bestu fréttir sem ég hef fengið í langan tíma!!
Skrifa Innlegg