NEGLURNAR MÍNAR

Neglur

Gleðilegan mánudag xx

Mig langaði að taka smá naglaspjall með ykkur en ég fæ oft spurningar hvaða naglakk ég sé með eða hver gerir neglurnar mínar. Hún sem sér um neglurnar mínar og er búin að gera það núna í næstum tvö ár heitir Anna og er algjör snillingur í nöglum. Ég mæli svo sannarlega með henni en hún er ótrúlega vandvirk og neglurnar haldast lengi flottar en þið finnið hana hér.

 

Síðan langaði mig að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds naglalökkum frá Essie en ég fæ svo oft spurningar hvað ég sé með á nöglunum. Mér finnst ótrúlega gaman að naglalakka mig og breyta til en þetta er bara smá hluti af mínum uppáhalds naglalökkum..

1.Ladylike 

2. Licorice

3. Sand Tropez

4. Bikini so teeny 

5. Truth or bare

6. Speed setter

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

Penny Talk

FashionneglurNýtt í snyrtibuddunni minniTrend

Um daginn mætti heim til mín flottasta naglalakk sem ég hef nokkur tíman átt – Penny Talk frá Essie. Ég er algjörlega sjúk í þetta naglalakk og ég hef fengið fullt af fyrirspurnum um það síðan ég birti nokkrar myndir af því á Facebook og Instagram – svo fyrir ykkur sem voruð forvitnar þá sjáið þið lakkið hér…

pennytalk3

Lakkið gefur þétta metal áferð og er koparlitað – svo nú get ég verið með neglur í stíl við einn af aðaltrendlitum ársins. Lakkið er rosalega þétt og það var eiginlega nóg að setja bara eina umferð af því. Lakkið þakti allar neglurnar og liturinn svo þéttur og flottur. Ég setti reyndar tvær umferðir til að hafa lakkið enn flottara en undir setti ég base coat.

pennytalk2

Oft með svona metal liti þá eru þeir þunnir en til að fá alveg þétta áferð á lakkið þarf að nota base coat undir þá – ég notaði nú bara base coat frá L’Oreal sem ég átti í skúffunni hjá mér og það virkaði sjúklega vel.

pennytalk

Penny Talk lakkið fann ég á ebay á nokkra dollara og fékk sent til Íslands. Ég er alveg sjúk í þetta naglalakk og ef ykkur langar í það setjið þá bara „essie penny talk“ inní leitargluggann á ebay og þá ættuð þið að finna það.

EH

p.s. vissuð þið að nú fást Essie naglalökkin í DutyFree á Keflavíkurflugvelli – bestu fréttir sem ég hef fengið í langan tíma!!

#TRENDNEGLUR: AÐALVINNINGUR

INSTAGRAM

Úps. Ég fæ bara móral. Það eru greinilega margir sem að huga vel að nöglunum sínum. Og ekkert smá vel. Ég þarf að taka ykkur til fyrirmyndar.
Þáttaka helgarinnar í #TRENDNEGLUR á Instagram með @MaybellineReykjavik gekk vonum framar og inn bárust tæplega 800 myndir(!) á þessari einu helgi.
Þið eruð algjörir snillingar. Það er svo gaman þegar að lesendur taka þátt – þá verður miklu meira líf á síðunni.


Þessi fallega stílhreina mynd er á allan hátt með þetta! Litur 569 er sigurmyndin að þessu sinni. Bæði á nöglum og á bolla.
Verðlaunin eru sannarlega vegleg því að Maybelline Reykjavík ætlar sér að gefa 50.000 króna inneign til eigandans.

Til hamingju @mariablondal88 -hafðu samband á trendnet@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.

Það borgar sig að merkja við #TRENDNET á Instagram.

xx,-EG-.

 

VINNINGSHAFAR #trendneglur-DAY 2

Þá er ungfrú valkvíði loksins búin að velja næstu 5 myndir..

Sú fyrsta sem ég valdi enda sökker for love! @GUDNYKJARTANS

Ég setti einmitt á mig gult naglalakk í morgun. Fallegir hringir.

Skvísuneglur eru algjört möst, jafnvel á hestbaki.

Skemmtilegt&Öðruvísi

Töff mynd – Töff neglur – Töff hringir

Hjartanlega til hamingju! -Þið hafið unnið 4 glæsilegar vörur frá Maybelline sem er vissulega ekki leiðinlegt svona á laugardskvöldi. Hafið samband á trendnet@trendnet.is

Ég er gífulega ánægð með þáttökuna og hlakka til að sjá fleiri myndir hlaðast inn enda nóg eftir af vinningum. Sennilega hafa allir augastað á aðalvinningnum, eðlilega.

Happy saturday!

PATTRA

#trendneglur

Maybellineneglur

Mér er það sönn ánægja að fá að tilkynna ykkur það að í dag hefst nýr Instagram leikur hér á trendnet. Síðasti förðunartengdi leikurinn var alveg ótrúlega vinsæll – #trendvarir – og nú biðjum við ykkur um að merkja #trendneglur við ykkar naglalakkamóment. Leyfið ímyndunaraflinu að taka stjórnina og fangið skemmtileg augnablik :)

Leikinn gerum við í samstarfi við Maybelline – en það komu ný naglalökk frá merkinu í sölu hér á landi í vor sem þið hafið vonandi tekið eftir. Lökkin heita Color Show og eru til í ótrúlega mörgum, flottum litum. Lökkin koma í frekar litlum umbúðum og burstinn er þannig í laginu að það er auðvelt að bera lakkið á með einni stroku en hann er mjög meðfærilegur svo það er hægt að nota hann til að gera munstur á neglurnar.

Næstu fjóra daga munum við svo velja uppáhalds myndirnar okkar og gefa eigendum þeirra vegleg verðlaun. Við veljum 5 myndir eftir hvern dag – fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag. Í verðlaun verða – Color Show naglalakk, Color Show Polkadots yfirlakk, Express Remover naglahreinsirinn – sjáið hann HÉR – og Rocket maskarinn – sjáið hann HÉR. Það sem þið þurfið að gera til að eiga kost á verðlaununum er að merkja ykkar naglalakkamóment á Instagram með #trendneglur og @maybellinereykjavik – sem er síða Maybelline hér á Íslandi á Instagram.

Eftir að við höfum gefið þessa 20 glaðninga þá munum við öll velja eina mynd sem okkur finnst standa uppúr og fær eigandi hennar 50.000 kr vöruúttekt frá Maybelline. Allar myndirnar sem taka þátt munu eiga kost á því að vinna aðalverðlaunin. Sigurmyndin verður kynnt hér á trendnet á þriðjudaginn.

Það er ýmislegt sem má gera til að taka þátt í leiknum – hér eru nokkrar hugmyndir frá mér:Screen Shot 2013-09-10 at 10.08.03 PM Screen Shot 2013-09-10 at 10.32.04 PM Screen Shot 2013-09-10 at 10.09.52 PM Screen Shot 2013-09-10 at 10.11.14 PM

Ég ætla að fá að vera fyrst og velja mínar 5 uppáhalds myndir eftir daginn í dag – sjáumst á Instagram!

Að lokum langar mig svo að minna ykkur á að merkja líka ykkar trendmóment með #trendnet – það borgar sig;)

EH