fbpx

Ósýnilegur sumarfarði

Ég Mæli MeðFarðarGoshHúðNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSS15

Á fallegum sumardegi nýtti ég tækifærið og prófaði glænýjan farða frá einu af mínum uppáhalds ódýrari merkjum. Farðinn kom mér virkilega skemmtilega á óvart og persónulega heillaðist ég alveg af húðinni minni þegar ég skoðaði myndirnar sem ég tók útí garði hjá okkur á þessum yndislega degi!

goshfarði2

Farðinn er frá GOSH og hann sést varla, hann leggst ofan á húðina og verður dáldið eins og önnur húð – second skin. Farðinn er því fullkominn fyrir sumarið því hann gerir áferð húðarinnar svo ótrúlega fallega og náttúrulega og það má því segja að hann sé nánast ósýnilegur – það er eiginleiki sem mér þykir aldrei slæmur.

goshfarði3

Foundation Drops SPF10 frá GOSH – ég er með lit nr. 002

Formúla farðans og áferðin lýkist helst þeim sem mörg merki hafa verið að senda frá sér núna síðasta árið. Ég fæ svo sem aldrei nóg af fljótandi förðum þar sem ég nota þá nánast eingöngu. Mér þykir alltaf auðveldara að stjórna áferð og magni á húðinni þegar ég nota þá tegund af förðum. Þessi farði er rakamikill og gefur mjúka og fallega áferð og miðlungsþekju sem ég get tekið undir með Gosh. Farðinn finnst mér líka gefa húðinni jafnari húðlit og aukinn ljóma. Ég nota sjálf ekkert púður með farðanum á myndunum sem þið sjáið í þessari færslu og mér þykir hún bara vera með heilbrigðan ljóma.

Formúlan inniheldur Argan sem gefur raka og mýkt. Antiderm sem er náttúrulegt efni sem verndar húðina gegn áreiti, það dregur úr klára, pirring, roða, bólgum og dregur um leið úr einkennum öldrunar í húðinni. Svo er það Velvisil DM Silicone sem tryggir tært flæði farðans og gefur þessa fallegu og silkimjúku áferð.

goshfarði

Niðurstaðan er sú að hér er á ferðinni stórglæsilegur farði sem gerir húðina heldur betur fallegri. Ég bætti svo við smá hyljara í kringum augu og nef, setti smá sólarpúður undir kinnbeinin, smá litur í kinnarnar, maskara á augnhárin og gloss á varirnar (meira um hann síðar). Farðinn er fisléttur og ég finn ekki fyrir honum allan daginn, áferðin endist vel og mér fannst hann ekki dofna né breytast yfir daginn sem vill stundum gerast fyrir okkur sem erum með þurra húð.

Þessi er glæsilegur fyrir sumarið og fæst í stöndum Gosh í 5 litatónum. Fyrir áhugasamar þá er þessi farði án ilm- og paraben efna. Það er gott að hafa einnig í huga að hrista hann sérstaklega vel fyrir notkun því þessir léttu farðar eiga það til að skilja sig í flöskunni.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Ilmvatnsglös með sögu og sjarma

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Snædís

    23. June 2015

    Ég er einmitt búin að vera að svipast um eftir einhverjum léttum farða fyrir sumarið – líst rosalega vel á þennan! Og þar sem ég er með ofnæmi fyrir parabenum er ég sérstaklega ánægð með þessa færslu! Ætla að prófa þennan! :)

  2. Inga

    23. June 2015

    Hæhæ, myndiru halda að farðinn henti einnig blandaðri/feitri húð?

  3. Guðrún

    14. July 2015

    Hæhæ,

    Hvað notarðu til að bera þennan farða á þig? Fór á taxfree og splæsti í hann eftir að hafa lesið færsluna þína þar sem mig vantaði einmitt einhvern svona léttan farða og fattaði svo þegar ég kom heim með hann að ég veit ekkert hvernig er best að setja hann á sig, einn byrjandi hérna megin :)

    Annað, mælirðu með einhverjum sérstökum hyljara?

    Fyrirfram bestu þakkir fyrir svörin :)

    • Hæ kæra Guðrún! Ég notaði sjálf Buffing burstann frá Real Techniques því ég vildi svona frekar þétta áferð sem ég gæti mýkt auðveldlega. Annars geturðu líka notað Duo Fiber burstann sem er þá eins og Stippling burstinn frá RT eða miðju burstinn úr Duo Fiber settinu og fengið þá aðeins léttari áferð sem er með meiri Airbrush tilfinningu :)

      Þegar kemur að hyljurum þá er ég alltaf ótrúlega hrifin af True Match frá L’Oreal, Healthy Mix frá Bourjois og Magic Concealer frá Helenu Rubinstein. Nota þá sérstaklega af því þeir blandast svo vel saman við farða!

      knús
      EH