Þið vitið ekki hvað ég er sjúklega spennt yfir nýjustu naglalakkalínu OPI!! Hér um að ræða liti sem eru innblásnir af litum sem einkenna drykkina frá Coca Cola Company. Ég fékk að prófa þrjá liti og mér datt í hug að skella í smá skemmtilega myndatöku í tilefni þessa og sendi kallinn útí búð að kaupa þrjár tegundir af Coke í gleri á meðan ég geri mig fína í framan :)
Fyrst langar mig að byrja á því að sýna ykkur rauða Coca Cola litinn – þetta er hið fullkomna rauða naglalakk. Liturinn er þéttur og glansar svo fallega.
Liturinn heitir að sjálfsögðu Coca Cola Red. Ég er ekki mikið fyrir rauð naglalökk en þetta ætla ég að nota!
Svo er það Coca Cola Light liturinn sem er sjúkur og sá flottasti að mínu mati. Ég smellti mynd af honum inná Instagram fyrir helgi um leið og ég fékk litina í hendurnar og það voru fleiri sem féllu fyrir honum. Liturinn er með silfraðri metal áferð alveg eins og miðinn á glerflöskunni. Liturinn endist fáránlega vel ég er sjúk í hann og það eru fleiri. Ef ykkur langar í þennan hlaupið þá útí búð því litirni eru komnir og það kæmi mér ekki á óvart ef þessi færi hratt:)
Þessi sjúklega flotti litur heitir Turn on the Haute Light og hér er sko #trendlight móment ;)
Svo er það Coke Zero liturinn sem kom mér skemmtilega á óvart. Ég reiknaði með því að hér væri á ferðinni litur sem hentaði meira sem Top Coat. En þetta er þunnur svartur litur með rauðum glimmerögnum sem verður alveg þéttur og flottur þegar umferð númer tvö er sett yfir neglurnar. Þetta er liturinn sem kom mér mest á óvart og ég verð sífellt skotnari í honum!
Coke Zero liturinn heitir Today I Accomplished Zero – langbesta myndin af honum er sú fyrir ofan test myndina. Þar sjáið þið hvað lakkið verður töff þegar það er alveg þornað en þá mattast svarti liturinn aðeins og glansinn kemur aðallega frá pallíettunum.
Sjúkt ekki satt – ég er alla vega að missa mig úr gleði yfir þeim og hér sjáið þið alla litina sem eru í boði. Það sem mér finnst skemmtilegast við lökkin frá OPI eru nöfnin á þeim alltaf svo skemmtileg og einkennandi fyrir innblástur hvers lakks :)
OPI línan er nú fáanleg á öllum sölustöðum merkisins og hún er eingöngu fáanleg í takmörkuðu upplagi ;)
EH
Vörurnar sem ég nota í þessari færslu fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.
Skrifa Innlegg