fbpx

On The Rocks frá Smashbox

AugnskuggarFallegtJól 2014JólagjafahugmyndirLúkkMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Smashbox er eitt af þessum merkjum sem færir okkur fallega hátíðarlínu og í ár er hún einföld en svo sannarlega tryllt! Ég hef ófáum sinnum líst ánægju minni á augnskuggunum frá merkinu en ég kýs frekar t.d. að nota Full Exposure pallettuna mína frá Smashbox heldur en t.d. Naked 2 pallettuna en sú fyrrnefnda er ómissandi í brúðarfarðanir og ég þarf bara ekkert annað.

En í hátíðarlínunni sem nefnist On The Rocks er vægast sagt tryllt hátíðaraugnskuggapalletta sem inniheldur 12 augnskugga sem eru allir með mismunandi áferðum og það er hægt að gera alls konar skemmtilegar augnfarðanir með hjálp pallettunnar. Auk þess kom líka sett af 6 mismunandi Be Legendary glossum sem ég fjallaði líka um um daginn því ef ykkur langar kannski í tvo liti úr settinu getið þið nýtt hina þrjá í vinkonu gjafir.

smashboxjól

Pallettan sjálf er ótrúlega flott, umbúðirnar eru svartar í háglansi og demantarnir sem umlykja pallettuna eru með fallegri hologram áferð sem skín svo fallega á eins og þið sjáið hér fyrir neðan með hjálp flassins.

smashboxjól2

Eins og ég segi áður þá eru 12 augnskuggar í settinu og þeim er raðað mjög skemmtilega saman og ég sé þetta fyrir mér að hér sé verið að raða saman alls konar tillögum að litasasamsetningum en ég byrjaði á því að prófa skuggana þrjá sem ég heillaðist mest af og það eru þeir sem eru niðri í vinstra horninu, rauðbrúni, brúni og kaldi gyllti tónninn. Ég sá fyrir mér að þessir litir myndu blandast vel saman og fara mér vel.

smashboxjól3

Ég er mjög lukkuleg með útkomuna og ég er uppfull af hugmyndum fyrir fleiri lúkk með hjálp hennar sem ég mun sýna ykkur seinna.

smashboxjól11

Auðvitað voru aðeins fleiri vörur sem komu að þessu lúkki…

smashboxjól4

Hér sjáið þið vörurnar sem voru í aðalhlutverki ásamt pallettunni.

 • Photo Finish Foundation Primer, Pore Minimizing – þetta er nýjasti primerinn frá merkinu og ég er að fíla þennan í tætlur. Þessi sléttir alveg úr yfirborði húðarinnar og fyllir uppí allar ójöfnur og allt – þessi er dáldið svona eins og blur kremin sem hafa verið að tröllríða öllu undanfarið.
 • Liquid Halo HD Fuondation – uppáhalds farðinn minn frá merkinu, þessi gerir húðina svo áferðafallega og fullkomna.
 • 24 Hour Photo Finish augnskuggaprimerinn – sá besti sem ég hef prófað. Þessi rígheldur í augnskuggann og mér finnst auðveldara að vinna augnskugga og blanda þeim saman þegar ég er búin að grunna augnlokið með þessum.
 • Telephoto 3 in 1 Face Brush – þessi grunnförðunarbursti er tær snilld, það eru þrjár stillingar á þessum og með stystu hárunum fáið þið þétta áferð á farðann ykkar, með miðju stillingunni fáið þið miðlungsþekju (ég var með þá stillingu) og þegar hárin eru í lengstu stillingunni þá kemur létt áferð á farðann.
 • Always Sharp 3D eyeliner í litnum Galaxy – eftir að hafa verið að nota Always Sharp linerana finnst mér hann standa framar flestum öðrum einfaldlega af því að það þarf aldrei að ydda þá bara skrúfa lokið á (en í því er innbyggður yddari). Svo þegar þið þurfið mjórri odd skrúfið þið bara lokið á og svo af og þá er þetta komið!
 • Be Legendary Long-Wear Lip Lacquer í litnum Firecracker – þessi fallegi gloss er með fáránlega sterkum pigmentum og ég bara er í alvörunni stundum í sjokki yfir þeim – hrikalega hátíðlegur og flottur litur!

smashboxjól6

Eins og þið sjáið þá er gyllti liturinn innst á augnlokinu, plómuliturinn er á miðju auglokinu og sá brúni er í skyggingunni. Svona augnfarðanir eru mjög einfaldar og fljótt gerðar og hiklaust eitthvað sem þið ættuð að nýta ykkur ef þið eruð óvanar með augnskugga – hér er lykillinn bara að blanda, blanda, blanda!

smashboxjól10
Augabrúnirnar mínar ákváðu að vera eitthvað voða kreisí þennan dag en ég er að fýla þessar blessuðu úfnu brúnir mínar í botn!

smashboxjól5

Þessi fallega augnskuggapalletta ætti klárlega að vera á jólagjafalistanum hjá ykkur sem eruð bjútívörufíklar eins og ég – já eða bara jólagjöf frá ykkur til ykkar – afhverju ekki :)

Næst er það svo hátíðarlúkk frá Bare Minerals!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Í tilefni alþjóðlega HIV Aids dagsins

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Sigga

  2. December 2014

  Vá þetta er eitt það flottasta sem ég hef séð frá þér! Fer þér ótrúlega vel