fbpx

Ómálaðar

Fræga FólkiðHúðLúkk

Mér finnst stundum dáldið fyndið þegar það eru myndir af fræga fólkinu ófarðað í slúðurtímaritum. Sérstaklega af því það er alltaf settu upp eins og þessar skvísur séu ekki jafn fallegar ófarðaðar og þær eru þegar þær eru farðaðar. Oftar en ekki er nefninlega líka búið að velja sérstaklega óheppilega mynd af stjörnunni.

Æjj mér finnst þetta smá kjánaleg tilraun til að ýta undir útlitsdýrkun. Sjálf nenni ég sjaldan að farða mig á daginn ég nota reyndar alltaf krem með sólarvörn og finnst þæginlegt að skella léttum farða yfir húðina eða BB kremi, smá kinnalit og maskara – that’s it!

Ég ákvað að taka saman nokkrar myndir af nokkrum stjörnum án farða eða með lítið sem ekkert…

celebrities-without-make-up-16-pics_1

Taylor-No-Makeup Celebrities-without-makeup-29 rs_1024x759-131001095849-1024.rose-bryne-no-makeup.ls.10113_copy 1359661033_cameron-diaz-640 Celebrities_Without_Makeup_7 Celebrities-without-makeup-07 Celebrities-without-makeup-20 1359660596_keira-knightley-640

Persónulega finnst mér þær hver annarri fallegri hvort sem þær eru með eða án farða :) Sést líka vel á nokkrum myndum hvað það er gert í því að velja slæmar myndir…. kommon!

En eitt eftirsóttasta förðunarlúkkið er svo sem alltaf náttúruleg förðun og það er mjög erfitt að gera fullkomna náttúrulega förðun ég tala af reynslu – svo kannski er bara í lagi að vera stundum au natural!

En kveikjan að þessari pælingu minni var þessi frétt hér á Vísi.is um hana Grétu Mjöll sem birti mynd af sér ómálaðri daginn eftir að hún komst áfram í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Mér fannst þetta svo skemmtileg frétt og Gréta greinilega frábær fyrirmynd sem líður vel í sínu eigin skinni. Ég vil hana og hennar fólk alla leið til Danmerkur takk fyrir – ekki bara fyrir þetta heldur líka fyrir frábært lag sem ég er búin að syngja í hausnum síðan ég heyrði það :)

HÉR er fréttin á vísi…

EH

Mikið grátið...

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

5 Skilaboð

  1. Hulda

    3. February 2014

    ég elska að sjá svona myndir, og þá er ég ekki að meina grettu-undirhöku-nýbúin að hnerra myndirnar í slúðurtímaritunum heldur einmitt svona myndir, þá sér maður að þær eru bara mannlegar og svona líka fallegar!

  2. elísa

    4. February 2014

    Oft eru þær samt jafn mikið málaðar og venjulegar konur dagsdaglega og þá er alltaf talað um þær sem ómálaðar.(bara því það er ekki eyeliner, augnskuggi, skarpar augabrúnir eða varalitur – finnst sumar looka þannig hér fyrir ofan)
    Og stundum eru þær stífmálaðar í greinum um frægar ómálaðar konur sem gefur líka konum óraunverulega ímynd hvernig þær eiga að líta út.
    Dæmi:
    http://www.foxnews.com/slideshow/entertainment/2014/01/29/stars-no-makeup-bar-refaeli/#/slide/kim-kardashian

  3. Sigrún

    4. February 2014

    Mér finnst líka eins og það sé stundum talað eins og það að kona sem setur á sig eyeliner eða augnblýant, sé eitthvað stífmálaðri heldur en sú sem setur bara á sig maskara. Hvort sem konan er máluð með maskara eða maskara OG augnblýanti þá er hún samt sem áður máluð :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      4. February 2014

      Já sammála:) held þetta sé mjög persónubundið hvernig við túlkum máluð/ómáluð… Ómáluð er ég þegar ég er með tandurhreina húð:) máluð um leið og ég er búin að bera á mig eh förðunarvöru bara mismikið máluð eftir því hvað ég nota margar vörur eða er áberandi máluð :):)