Nú get ég loksins séð fyrir mér að minn einstaklega óþægilegi og pirrandi varaþurrkur hverfi – það yrði kraftaverki líkast og allt því að hjálpa að tvö snyrtivörumerki senda frá sér alveg stórkostlega vornýjungar en það eru förðunarvörur fyrir varirnar sem eru ríkar af nærandi olíum.
Ég hef nú ekki lagt það mikið í vana minn að vera að skrifa um vörur áður en ég hef fengið það staðfest að þær séu komnar útí búð en mig langar bara svo að segja ykkur fá þessum tveimur vörum sem eru að næra mínar varir svo vel þessa dagana. Svo segji ég ykkur og sýni ykkur bara meira þegar þær eru komnar – díll? :)
Hér sjáið þið olíurnar…
Þetta eru samt eiginlega léttir glossar, eða þannig þykir mér alla veg auðveldast að lýsa þessum flottu vörum. Varirnar fá ofboðslega fallegan glans en svo fer næringin inní varirnar og þá verður yfirborð þeirra mjög fallegt, slétt og mjúkt.
Fyrst er það Instant Light Lip Comfort Oil frá Clarins, hér er um að ræða alveg litlausa næringu. Þessi er æðisleg fyrir mig svona dags daglega, þá er ég yfirleitt með berar varir og bara litlausa varasalva í mesta lagi. Það er mjög breiður svamppensill sem kemur með þessari olíu svo það er lítið mál að ná honum yfir allar varirnar með einni stroku. Olían er líka til með bleikum lit og þá er það næringin sem fer inní varirnar og eftir situr bleiki liturinn sem litar varirnar og gefur þeim fallega áferð.
Svo er það Volupté Tint-in-Oil frá Yves Saint Laurent. Þessir fallegu litir koma í rosalega skvísulegum umbúðum – ekta YSL – og mörgum mismunandi litum. Ég fékk svona fallegan berjalit til að prófa og eins og með hina litina frá Clarins þá er það næringin sem fer inní varirnar og nærir þær innan frá en liturinn situr eftir og skilur eftir sig svona stained varir. Litirnir frá YSL eru alls konar og hver öðrum fallegri, ég væri alveg til í að eiga fleiri liti af þessum fallegu varanæringum.
Ég finn samstundis þegar ég set olíuna á varirnar mínar hvað hún skilar miklu, svo þarf ég bara að vera dugleg að skrúbba varirnar mínar með til að ná dauðu húðfrumunum og þurrkinum burt og svo næra þær með olíunni. Mér finnst ég fá miklu drjúgari næringu sem virkar miklu hraðar með þessum olíum heldur en með varasalva.
Það er greinilegt að olía er sannkallað tískuinnihaldsefni í snyrtivörum í dag og fyrir mitt leyti þá tek ég fagnandi á móti því. Þessar vörur henta líka fyrir allar konur, sama hver húðtýpan er þetta eru bara æðislegar vörur sem gefa endingargóðan raka og koma vörunum í jafnvægi – fullkomið í þessum ískalda kulda!
Mæli eindregið með!! ;)
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg