fbpx

Ofurprimerar

Fyrir næsta tölublað Reykjavík Makeup Journal er ég að vinna í umfjöllun um primer-a. Með henni vil ég gefa góð ráð um hvernig þið getið látið hátíðarfarðanirnar ykkar endast. Til að gefa ykkur smá hugmynd um það sem koma skal í næsta tölublaði þá langar mig að kynna ykkur fyrir nýjum primerum frá Clinique – „Superprimer Face Primers“ eða ofurprimerar!

Clinique-Fall-2013-Superprimer-Face-Primers-CollectionMér finnst primerarnir frá Clinique ótrúlega girnilegir. Eins og allt auglýsingaefni sem kemur frá merkinu eru vörurnar þeirra svo ferskar. Clinique er merki sem er mikið lagt í – vörurnar eru prufaðar endalaust oft og þær fá ekki að fara í sölu nema þær standist fullkomlega allar prófanir. Samtals eru sex mismunandi primerar fáanlegir hjá merkinu og fjórir þeirra rötuðu til Íslands. Þeir eru:

  • Gulur: dregur úr roða í húðinni. Þessi er flottur fyrir ykkur sem hitnið auðveldlega í húðinni og roðnið mikið þar af leiðandi. Mig grunar að hann gæti líka virkað gegn rósaroða og ég væri alveg til í að heyra frá einhverri sem hefur jafnvel reynslu af því.
  • Appelsínugulur: vinnur á ójöfnum húðlit. Ef þið eruð með litabletti í húðinni t.d. þá ætti þessi að laga þá svo þið fáið fallegan og náttúrulegan húðtón.
  • Hvítur: þessi er venjulegur primer. Hann fullkomnar áferð og yfirborð húðarinnar.
  • Fjólublár: gefur þreyttri húð fallegan ljóma og dregur úr gulum og leiðinlegum lit í húðinni. Þessi er flottu á erfiðum mánudagsmorgnum og kemur húðinni okkar í gang eins og góður kaffibolli gerir fyrir skapið okkar.

clinique-superprimer2

Það sem mér finnst svo heillandi við þessa primera frá Clinique er að merkið notast við litafræðina til og vinnur þannig á móti óvelkomnum litum í húðinni til að fullkomna litarhaft hennar og gera yfirborð húðarinnar fullkomið fyrir farðann eða bb/cc kremið sem kemur á eftir. Pælingin á bakvið þessa primera minnir mig dáldið á CC krem sem eiga einmitt að gera það sama – vinna á móti óvelkomnum litum í húðinni. Ég segi því ykkur sem langar að prófa CC krem en

Ég fékk prufur af þessum flottu primerum og er búin að vera að prófa mig áfram með þá. Mér líst ótrúlega vel á þessa nýjung frá merkinu. Mér finnst Clinique vera merki sem leynir á sér – þið ættuð að kannast við húðvörurnar frá þeim sem eru nánast óaðfinnanlegar en mér finnst förðunarvörurnar ekki gefa neitt eftir – alla vega ekki þær sem ég hef prófað.

EH

Það eru fáir sem gera þá eins og Dolce & Gabbana

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Kristín

    25. November 2013

    Ég hef ekki séð þennan fjólubláa, en á: Gula, bleika, appelsínugula og hvíta :) Keyptir hérna á Íslandi

  2. Edda

    27. November 2013

    Skvísur með rósaroða nota oft þennan primer frá Clinique og hann er mjög góður sem hversdaga primer og dekkar alveg roðann og óþægindin sem fylgja rósaroðanum.
    Redness Solutions Daily Protective Base SPF 15

  3. Lórey

    30. November 2013

    Sæl,
    Nú spyr sá sem ekki veit ;) En hvernig virkar þetta með þessa primera, á maður að setja á sig venjulegt dagkrem eftirá eða er nóg að setja svona krem á sig og svo farða? :)