fbpx

Öfug flétta

HárLífið Mitt

Jæja eins og fram hefur komið áður er daman á fullu aðeins að reyna að fríska uppá hárstílinn svona af og til. Þetta svakalega síða hár sem ég er komin með allt í einu (takk meðgönguhormónar) er dáldið svona erfitt í meðferð svo ég skellti mér bara á smá Pinterest rúnt í gær til að leita að hugmyndum. Þar rakst ég á þessa hrikalega skemmtilegu greiðslu sem er svona öfug flétta og svo snúður á hausnum.

Ég er sjálf mikið með snúð en fléttan gefur þessu svona aðeins stílhreinna lúkk…

öfugflétta

Í gær var ég að kenna förðunarnámskeið vegna 100 ára afmælis Maybelline, ég verð partur af teymi förðunarfræðinga sem mun gera það næstu mánuði fyrir þær sem hafa áhuga á að læra einfaldar farðanir og góð trix til að auðvelda sér förðunarlífið. Það var alveg ótrúlega gaman í gær og alveg frábær hópur sem kom til okkar í hina yndislegu verslun Kjólar & Konfekt á Laugaveginum. En í tilefni námskeiðisins var hárið sett upp og smokey förðun sett á augun og meirað segja augnhár til að toppa lúkkið.

En aftur aðeins að hárinu – þetta tók mig þrjár tilraunir…

öfugflétta3

Ég byrja á því að greiða mjög vel úr hárinu og halla hausnum fram svo allt hárið liggi niður. Þá byrja ég á fléttunni. Ég lærði það á þessum þremur tilraunum að ég þurfti að byrja á mjög þunnri og lítilli fléttu alveg neðst við rót hársins til að það yrði nú eitthvað úr henni. Svo þegar fléttan var komin í allt hárið þá skellti ég teygju í hárið. Greip gott hársprey og spreyjaði í hárið í taglinu og ýfði það vel upp svo snúðurinn væri svona í veglegri kantinum.

öfugflétta4

Ég notaði hársprey frá Fudge Urban sem eru nýjar hárvörur í Hagkaup til að ýfa upp hárið. Lyktin af þessum spreyi er fáránlega góð – Iced Rasperry & Vanilla – mmmmm….! Svo er það með extra góðu haldi og mér finnst það virkilega fínt, það hvorki gerir hárið klístrað né of svona klesst saman heldur bara eykur smá úfleikann og heldur því á sínum stað. Hárið verður heldur ekki of glansandi heldur meira bara matt og náttúrulegt.

Svo móta ég bara snúðinn, fyrst setti ég aðra teygju í hann – ég er þannig á þessum myndum. En svo breytti ég aðeins til eftir myndatökuna, ýfði hárið meira og vafði snúð sem ég festi með spennum.

öfugflétta2

Ég held ég verði að gera þessa oftar – alla vega vakti hún mikla lukku þarna á námskeiðinu og gaman að breyta til fyrir okkur sem líður voða vel með snúð á hausnum en viljum stundum breyta til ;)

Njótið dagsins – ég mæli með Pinterest rúnti til að finna nýjar hárgreiðslur til að prófa, alla vega er ég búin að safna nokkrum í möppu sem ég ætla að prófa núna á næstunni.

EH

Hárspreyið sem ég skrifa um hér fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Farðinn sem Nýtt Líf mælir með

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    8. July 2015

    Váá rosa fínt! Klára kona :)

  2. Helga

    8. July 2015

    Flott hjá þér ;)
    Líka skemmtilegt að gera fléttu í hnakkanum og fremst og láta flétturnar mætast í snúð :)

  3. Sirra

    8. July 2015

    Vá en fínt!