Hér erum við bara með eitt svefneherbergi og við ákváðum ekki fyrir svo löngu að breyta aðeins til og færðum skrifborðið sem Aðalsteinn var með frammi í stofu inní svefnherbergi þar er ég líka með snyrtiborð. Tinni Snær fær því í staðin að eiga stórt dótasvæði inní stofu. Heima hjá mér flæðir leikföngum útum allt og ég er stöðugt að leita að fallegum hirslum til að koma dótinu fyrir.
Tinni Snær fékk hrikalega flotta dótafötu gefins um daginn úr nýrri vefverslun sem heitir andarunginn.is þar sem er að ofboðslega fallegar vörur fyrir börnin á heimilinu, handklæði, þvottakörfur og dótakörfur svo fátt eitt sé nefnt. Vörurnar eru mikið frá merkinu 3 Sprouts en dótafatan er einmitt þaðan..
Mér finnst hún hrikalega krúttleg og hún tekur alveg ótrúlega mikið dót – HÉR – sjáið þið föturnar sem eru í boði en það eru alls konar dýr. Ég væri alveg til í meira frá þessu merki og þá sérstaklega þegar Tinni Snær fær sitt eigið herbergi. Mig er farið að dreyma um að fá að innrétta fyrir hann sitt eigið herbergi – ég er endalaust að safna að mér hugmyndum fyrir hann inná Pinterest uppá síðkastið.
Ég get ekki annað en mælt með þessari fötu fyrir mæður sem eru í sömu vandræðum og ég með allt of mikið af dóti og kannski ekki alveg nóg af geymsluplássi – ég næ alla vega að troða ótrúlega miklu í þessa. Þetta er líka sniðug gjöf til að gefa í afmælisgjöf – Tinni Snær átti nánast ekkert af dóti fyrr en efti afmælið hans. Í lok dagsins var allt flæðandi í leikföngum og ég átti engar hirslur til að ganga frá þeim í svo tips frá mömmu til þeirra sem gefa gjafirnar – dótafötur eru snilld :)
EH
Skrifa Innlegg