Mig hefur lengi langað að skipta út ljósum heimilisins en hingað til höfum við verið með frægu plastljósin úr IKEA sem þurfti að púsla saman (voru til fyrir ábyggilega 5 árum síðan í IKEA) bæði inní svefnherbergi og inní stofu. Ég var komin með dauðleið á þeim vægast sagt. Ég er fastagestur í versluninni Art Form á Skólavörðustíg en þar hef ég lengi dáðst að fallegu ljósi frá merkinu VITA sem Þórhildur Þorkels bloggaði um á Trendnet fyrir einhverju síðan – ég er búin að vera skotin í því síðan. Þetta er hvítt fjaðurljós sem er nú komið upp í svefnherberginu okkar og frá því kemur svo falleg birta og ljósakrónan er rómantísk og smellpassar því inní svefnherbergið. Um leið og kallinn var búinn að samþykkja það þá stökk ég og keypti það og setti það strax upp þegar við komum heim. Ég er ótrúlega fegin að vera loksins laus við blessuðu IKEA ljósakrónuna sem er þó enn uppi í stofunni hjá okkur en ég er með plan í gangi til að losna við hana ég er bara enn að reyna að sannfæra Aðalstein ;)
Hér sjáið þið fallega ljósið…
Ljósakrónan er samsett úr 4000 fjöðrum!
Það er svo sem líka ótrúlega fallegt yfir eldhúsborð og gefur rosalega hlýlegt yfirbragð yfir rými…
Ég er ótrúlega ánægð með það og ef ykkur líst vel á það myndi ég stökkva fljótlega til og kaupa það því mér heyrðist á þeim hjónum í Art Form að það yrði ekki keypt inn aftur… :/ – svo ég er hæstánægð með að hafa keypt það áður en það varð ófáanlegt.
EH
Skrifa Innlegg