fbpx

Nýtt í snyrtibuddunni – Benefit

Á ÓskalistanummakeupNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég lét loksins verða af því að kaupa mínar fyrstu förðunarvörur frá merkinu Benefit og ég hlakka mikið til að prófa þær. Sérstaklega þegar þið kæru lesendur getið ekki hætt að lofa þeim ;)

Ég ákvað eftir mikla skoðun að kaupa tvo pakka sem innihalda litlar pakkningar af snyrtivörunum frá merkinu. Mér fannst það besta leiðin þar sem mig langaði að prófa sem flestar vörur frá merkinu. Hér sjáið þið pakkana tvo sem ég valdi að kaupa. Á næstu dögum ætla ég svo að segja ykkur hvað mér finnst um vörurnar.

benefit4 benefit2 benefit3 benefit

Eitt af því sem ég hef ákveðið að gera í Kaupmannahöfn er að heimsækja Sephora verslunina til að skoða vörurnar, sem fást einmitt þar, betur.

Ég eyddi gærkvöldinu í að pota í allar vörurnar og sjá hvernig ég gæti notað þær en þær bjóða uppá marga möguleika til notkunar. Það fyrsta sem ég tók eftir var hvað allar vörurnar ilma vel – meirað segja púðurvörurnar. Þessar eru allar komnar í snyrtibudduna mína :)

Verðum við ekki nú allar að leggjast á eitt og krefjast þess að vörumerkið verði fáanlegt á næstunni hér á Íslandi?

EH

Eftir viku verð ég á...

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

23 Skilaboð

  1. Kara Elvarsdóttir

    21. January 2014

    Girl meets pearl er svo geggggjaður highlighter! og Coralista uppáhaldskinnaliturinn minn í heiminum..Oh jú það væri ansi vel þegið að fá þessar vörur hingað til lands! :)

  2. LV

    21. January 2014

    Mér líst vel á það :) Langar ótrúlega að prófa porefessional !!

    -LV

  3. Helena

    21. January 2014

    Hvaðan pantaðiru?

  4. Agata

    21. January 2014

    Öööö jú takk það væri æði. Þetta merki er efst á listanum… langar reyndar líka að prufa urban decay palletturnar… örugglega ein af fáum sem ekki hefur gert það.

    • Reykjavík Fashion Journal

      21. January 2014

      haha – velkomin í hópinn, það hef ég ekki heldur ;) Keypti reyndar pallettu nr 2 að utan um daginn en hún hefur ekki enn látið sjá sig :(

      • Agata

        22. January 2014

        Vonandi kemur hún bráðlega :) … ætla að testa hana og mögulega vera gráðug og allar hinar líka næst þegar ég fer til ameríku.

  5. Thorunn

    21. January 2014

    porefressional er algjör snilld, girls meets pearl líka, allir blusharnir eru snilld og benetint líka..oops hef prófað hverja einustu vöru frá merkinu :)

    xx
    http://www.thorunnivars.is

  6. Hilrag

    21. January 2014

    á 4 vörur frá þeim sem ég nota daglega, mitt uppáhalds merki!

    xx

  7. Áslaug

    21. January 2014

    ég var að opna benefit mskara sem ég fékk fyrir stuttu. Vá þetta er besti maskari sem ég hef prufað, ég veðja á að Ölgerðin flytji þetta inn, þeir eru svo framalega í öllum nýjungum sbr real technique burstana

  8. Jóna

    21. January 2014

    En það er hægt að kaupa einhverjar Benefit vörur í Icelandair vélunum, læt einmitt kaupa reglulega fyrir mig maskara í vélunum og svo hef ég keypt watts up highlighterinn þar líka :)

  9. Elísabet Kristín Bragadóttir

    22. January 2014

    Ég elska benefit vörurnar, nota þær alveg ótrúlega mikið þegar ég farða kúnna.
    panta þær yfirleitt á þessari síðu, http://www.feelunique.com sendir frítt til Íslands ;)

  10. Sigrún Ósk Jónsdóttir

    22. January 2014

    Þetta merki er æðislegt!!
    Finnst samt askarinn they’re real, ekki virði peningurinn. Formúlan er virkilega góð og helst vel á ! en burstin er ekki í miklu uppáhaldi.

  11. Matthildur

    22. January 2014

    Ég hef stundum pantað þessar vörur af Asos.com :)

  12. Adda

    22. January 2014

    Þessi maskari, theyr’e real, er bestur í heimi ég er að segja ykkur það! elska Benefit og allt conceptið í kringum vörurnar :)

  13. Áslaug

    22. January 2014

    Halldór Jónsson er eina fyrirtækið sem gæti komið með Benefit til landsins. Þeir eru umboðsaðilar LVHM sem á Benefit, svo þá er bara að væla í þeim

  14. Berglind

    22. January 2014

    Ó ég yrði hamingjusamasta stelpa í heimi ef Benefit myndi koma til Íslands… Þetta eru bestu vörur í heimi!

  15. Aníta

    22. January 2014

    Úffff það væri draumur að rætast ef þetta merki kæmi í sölu á Íslandi!
    Elska allt sem ég hef prófað frá þeim, og langar í svo margt í viðbót :)

  16. Unnur

    25. January 2014

    Hoola er sjúkur til að skyggja og líka bara til að gefa smá lit!! verðu sko ekki svekkt :) frábærar vörur, ætti að vera löngu byrjað að selja þær hér!

  17. Sandra

    26. January 2014

    Og hvernig eru þær svo að reynast? Var einmitt að skoða þessar vörur um daginn og spá í að prófa, vissi bara ekki hvar ég ætti að byrja!

    • Reykjavík Fashion Journal

      26. January 2014

      Ó svo vel!! Ég er in love ;) Ætla að skoða þær betur í Sephora í Köben núna í vikunni – og smella af nokkrum myndum í leiðinni ;)