fbpx

Nýtt í Snyrtibuddunni

Ég Mæli MeðEstée LauderFarðarHúðmakeupMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Nýjasti farðinn í snyrtibuddunni er Invisible Fluid Makeup frá Estée Lauder.

Ég hef mikið skrifað og svarað fyrirspurnum um BB kremin sem eru án efa vinsælasta snyrtivaran á landinu í dag. Við íslenskar konur höfum aðeins breyst í gegnum tíðina og viljum frekar nota léttan farða sem gefur okkur fallega og létta áferð þannig að það sjáist varla að við séum farðaðar. Þessi farði gerir nákvæmlega það!

Farðinn er gerður með það í huga að náttúrúlegi ljóminn hennar nái að skína í gegn en samt gefa húðinni þétta, þekjandi áferð. Mér finnst farðinn standa vel undir nafninu hann er ósýnilegur.

Þennan farða myndi ég nota þegar ég vil að húðin sé sem náttúrulegust, ef ég vil fá aðeins meiri “heavy” áferð þá get ég sett BB krem undir – það þarf nú alls ekki en flest BB krem eru gerð með það í huga að það sé hægt að nota þau sem primer undir farða og ein og sér. Ég prófaði að setja BB Prep and Prime frá MAC sem undirstöðu um daginn og það kom mjög vel út.

Á myndinni er ég ekki með neitt annað en farðann – já og maskara, fannst augun svo ber og svo var ég líka að prófa nýjan maskara sem þið fáið að heyra um á morgun. Mér finnst áferðin á farðanum ótrúlega flott og náttúruleg. Áður en þið berið á ykkur farðann þarf að hrista hann vel.

Farðin var fyrst prófaður á tískusýningu Dereks Lam og The Row fyrir sumarið 2012:Það verða margar ánægðar að heyra að farðinn er olíulaus en þrátt fyrir það þá erum ég og mín skraufþurra húð vel nærð allan daginn með hann á andlitinu. Svo ég myndi segja að hann hentaði öllum aldri og öllum húðtýpum.

EH

Rautt Hár?

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. asa

    8. February 2013

    Veistu hvar þessi fæst? Langar svo oft að prufa það sem þú ert að segja frá, t.d bleiku hárnæringuna, en hef ekki hugmynd hvar allt þetta fæst!

    • Reykjavík Fashion Journal

      8. February 2013

      Estée Lauder er t.d. selt í öllum Hagkaupssnyrtideildum:):) en endilega ekki hika við að spurja – ég skal vera duglegri að setja sölustaðina með:) Bleika næringin fæst í Lyfju.