fbpx

Nýtt í Snyrtibuddunni

Tvær nýjar vörur frá Chanel hafa bæst við í mína snyrtibuddu – nýr maskari og mér til mikillar hamingju Les Beiges púðrið!Á myndinni er ég með maskarann á augnhárunum og ég skyggði andlitið með púðrinu og strauk því einnig mjög létt yfir andlitið. Ég er nú þegar búin að skrifa langan og ítarlegan pistil um Les Beiges púðrið þar sem ég fer aðeins yfir hugmyndafræðina á bakvið það, innblásturinn og fyrirsætuna. Þið finnið færsluna HÉR en í stuttu máli þá er púðrið innblásið af Coco Chanel sjálfri en það er henni að „kenna“ að sólarbrúnka komst í tísku. Les Beiges púðrinu er ætlað að gefa húðinni fallegan sólarljóma það er hægt að nota það yfir allt andlitið eða til að búa til skugga í andlitinu. Púðrið er fáanlegt í nokkrum mismunandi litum – 6 ef ég man rétt – og ég er með þann ljósasta. Nýjasti maskarinn frá Chanel er fyrst og fremst þykkingarmaskari sem gefur augnhárunum aukið umfang. Við fyrstu sín hélt ég að þetta væri gúmmíbursti en þegar ég gáði betur að þá sá ég að hárin á greiðunni eru þessi venjulegu. Eins og þið sjáið þá er maskarinn fáanlegur í svörtu, bláu og rauðbrúnfljólubláum lit. Ég prófaði maskarann í svörtu en ég fékk ábendingu um það að það gæti verið sniðugt að setja bláan maskara innst á augnhárin og svo svarta á endana. Bláu liturinn er ekki það skær svo hann myndi gefa augunum bjartara yfirbragð og eins og fyrir þær sem eru með blá augu fyrir þá myndi þeirra litur verða ennþá sterkari. Mér finnst augnhárin mín verða strax umfangsmeiri og þéttari. Það eina er að fyrst þegar ég notaði hann þá var formúlan ótrúlega blaut svo mér fannst þau klessast smá en ég greiddi bara aðeins úr augnhárunum með hreinni maskaragreiðu til að aðskilja þau betur. Núna þegar ég er búin að vera að nota maskarann í smátíma þá er þetta „vandamál“ alveg horfið. Mér finnst ég sjá sérstaklega mikinn mun á neðri augnhárunum. Mín eru frekar löng og mikið bil á milli háranna en þessi maskari þéttir þau mjög vel. Maskarinn hrynur ekki og það er auðvelt að bæta á litinn þegar líður á daginn ef ykkur finnst þess þurfa. Ef ég hef eitthvað bætt á augnhárin þá eru það helst neðri augnhárin.

Fallegt sólarpúður og góður þykkingamaskari er eitthvað sem mér finnst  nauðsynlegt að eiga í snyrtibuddunni minni. Ef ykkur vantar þá mæli ég með Chanel;)

EH

Sýnikennsluvideo #2

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Gerður

    11. April 2013

    Ég er mjög spennt fyrir Les Beiges púðrinu, notaru ljósasta litinn yfir allt andlitið eða geturu líka notað hann eins og brons fyrir “contouring”? Ég var að spá í hvort ég ætti að kaupa ljósasta eða dekkri, þá nota hann í staðinn fyrir bronser?? haha meikar þessi spurning mín eitthvað sense?

    • Já hún meikar sko fullt sense! ;) En ég er með ljósasta og ég get notað það yfir allt andlitið og svo nota ég það líka í skyggingar í andlitinu þá set ég bara meiri og þéttari lit – en dreifi bara létt úr með stórum púðurbursta þegar ég set það yfir allt andlitið. Mæli hiklaust með því – svo skemma þessar dýrindis umbúðir ekki fyrir, skemmtilegur vintage fílingur í þeim.

      • Gerður

        11. April 2013

        Já umbúðinar eru svo fallegar, takk kærlega fyrir gott og hjálplegt svar :)