Þessi fallegu bolur fylgdi mér heim eftir vinkonuferð úr Smáralindinni á sunnudaginn. Ég er ekkert alltof hrifin af óléttufötum, aðallega af því að mér finnst svo leiðinlegt að kaupa mér eitthvað sem ég get síðan kannski ekkert notað aftur – svo held ég að þegar maður eignast barnið þá vill maður bara vera í fötunum sem maður komst ekki í í næstum ár. Þess vegna keypti ég þennan bara í L, reyndar kaupi ég alltaf frekar stórar stærðir og víð föt en ég veit líka að ég get notað þennan út meðgönguna og eftir hana – sú staðreynd hefur einhver undarleg hvatningaráhrif á mig:)
Það eru ennþá svona útsölurestar í búðunum núna en ég get ekki beðið eftir að búðirnar fyllist af haustvörunum þó svo ég muni líklega kaupa minna núna en áður;)
EH
Skrifa Innlegg