fbpx

Nýtt í fataskápnum: Pels

FallegtFashionFW2014Lífið MittNýtt í Fataskápnum

Í gær fékk ég ótrúlega skemmtileg skilaboð! Skilaboðin fékk ég vegna  þess að pelsinn minn sem ég er búin að bíða eftir að komi til landsins síðan í janúar var kominn í Selected í Smáralind – LOKSINS!

Það er sjaldgæft að ég taki mig til og spara fyrir flík… ég kann það engan veginn. En þar sem ég hafði 7 mánuði til stefnu þá tókst mér það og mögulega er bara ansi skemmtilegt að spara smá fyrir flík. Ég hef reyndar lært það á síðustu árum að það er sniðugara að kaupa færri, dýrari flíkur úr gæða efnum sem munu endast en margar ódýrar flíkur sem eru mögulega einnota.

Í gær brosti ég hringinn allan daginn – loksins var þessi fallegi pels minn. Hann er svo mjúkur og þægilegur og ég sé mikið notagildi í honum. Ég á einn vintage pels inní skáp – parísarpelsinn minn sem Aðalsteinn gaf mér þegar við heimsóttum borgina. Hann er karmellubrúnn svo mér fannst flott að bæta svörtum við.

pels6 pels11

Pels: Selected
Blússa: VILA
Buxur: Zara
Skór: Bianco

pels3 pels9 pels2 pels5 pels8 pels7 pels

Mér finnst rosalega gott að hann sé með rennilás þá er auðvelt að hlýja sér þegar kuldinn mætir. Pelsinn er rosalega léttur, ekkert á við þyngdina sem mér finnst margir af þessum vintage pelsum vega.

Fyrir áhugasamar þá kostar pelsinn 36900kr og fæst í Selected Smáralind. Það komu ekki mörg eintök af honum sem mér finnst líka kostur – kannski ekki hætta á að mæta mörgum niðrí bæ í honum :)

Annars er þetta ekki það eina sem ég er búin að vera að spara fyrir heldur eru leðurbuxur og úlpa líka á innkaupalistanum fyrir haustið. Svo ég minnist nú ekki á allan peninginn sem ég er að spara fyrir fallegu heimili – lofa fyrir myndum bráðlega fyrir ykkur sem eruð kannski forvitin.

EH

Föt og snyrtivörur í Kolaportinu á sunnudag!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1