fbpx

Nýtt í fataskápnum: Munstur*

Ég Mæli MeðNýtt í Fataskápnum

munsturMunstraðar flíkur eru ómissandi í minn fataskáp – þrátt fyrir að vera nýkomin heim með troðfulla ferðatösku af nýjum flíkum þá gat ég bara ekki látið flík sem er úr efni sem er alsett þessu skemmtilega munstri ekki koma með mér heim. Flíkin eru sjúklega þægilegar víðar buxur, með teygju í mittið og teygju um kálfana. Efnið er dáldið gróft en það er þykkt og þessar verða notaðar mikið á næstunni. Ég þarf endilega að muna að skella í góða mynd af þeim við tækifæri – hér er það besta sem ég gat…munstur2Litirnir í munstrinu eru þannig að ég þær smellpassa fyrir veturinn og þá para ég frekar dökkar flíkur við þær en í sumar þá tek ég fram hvíta stuttermaboli og verð í sandölum eða opnum skóm við þær og það mun passa fullkomlega.

Buxur: Selected

Ég féll fyrir þrennum buxum í síðustu heimsókn minni í búðina og það var erfitt að velja á milli, þessar voru þó mest ég og komu því með mér heim – fyrir áhugasamar þá kosta þær 16990 kr. Svo voru líka til dökkbláar og burgundyrauðar buxur í svipuðu sniði með smá glimmeri í – það voru sumsé hinar tvær sem ég fékk fyrir. Ég er algjör sökker fyrir svona þægilegum buxum sem þrengja ekki að. Reyndar finnst mér stundum óþægilegt að vera í of víðum buxum sérstaklega þegar það er enn kalt úti svo ég hef komist uppá lagið með það að vera alltaf í aðhaldssokkabuxum innan undir (Shock Up 60 Den frá Oroblu eru uppáhalds) – það er þæginlegt ég lofa. Buxur sitja líka miklu betur að mínu mati þegar maður er í sokkabuxum innan undir – skora á ykkur að prófa!

EH

Frægir lesa Tweet hjá Jimmy Kimmel...

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Eva

    11. February 2014

    Hvaðan eru skórnir? :)