Nýtt í fataskápnum: Kimono

Annað DressLífið MittNýtt í FataskápnumSS15

Ég átti tvo erindi í Hafnafjörðinn í gær – bæði tengdust þau henni vinkonu minni fatasnillanum Andreu Magnúsdóttur. Ég þurfti að skila fötum inní búð til hennar sem ég fékk lánuð fyrir leynilegt verkefni sem mun þó líklegast eða vonandi ekki alla vega fara framhjá ykkur í næstu viku. Svo sá ég nýja týpu af kimono á snappinu hjá Andreu sem ég bara varð að eignast. Ég á nú þegar einn síðan og annan stuttan og báðir eru í miklu uppáhaldi og ég hef vægast sagt ofnotað þá svo nýr í safnið var ómissandi!

Screen Shot 2015-05-02 at 6.15.38 PM

Kimonoarnir frá Andreu minni eru einhver bestu kaup sem ég hef gert og ég mæli eindregið með því að þið dekrið aðeins við ykkur sjálfar og kaupið svona fína sumarflík eins og ég gerði í gær!

Við nýttum tækifærið og röltum um Strandgötuna – einn daginn þá ætla ég að eiga heima í Hafnafirði. Við Aðalsteinn sjáum það svo sannarlega fyrir okkur að setjast að þar þegar við erum orðin aðeins eldri.

HFJdagur2

Þetta veður eigum við eitthvað að ræða það og kimonoinn glæsilega fallegi myndaðist svona ótrúlega vel í sólinni.

HFJdagur5

Kúlan er orðin vel myndaleg svona 25 vikna gömul og sífellt styttist í nýjasta fjölskyldumeðliminn sem lætur mikið fyrir sér fara og stundar fimleikaæfingar á pissublöðrunni móðurinni til lítillar skemmtunar.

HFJdagur3

Ég tók fram þessa fallegu ljósbláu blússu í gær sem ég hef ekki mikið notað síðan síðasta sumar. Blússuna fékk ég í Esprit síðasta sumar og ég elska sniðið á henni, ég tók hana í stærð 42 svo hún smellpassar ennþá. Ég fór mjög viljandi í hana í gærmorgun því ég vissi að hún myndi passa vel við kimonoinn sem ég var búin að ákveða að fara strax í enda fátt fallegra en fallegur blaktandi kimono í sumargolunni.

HFJdagur

Ég fékk endalaust af hrósum fyrir þessa gersemi sem verður notuð mikið á næstunni. Ég á heldur líka von á því að ég muni bæta fleirum í safnið á næstunni en það er von á þeim í fleiri printum í sumar. Algjörlega tímalaus flík sem passar við allt hvort sem það er sumarleg blússa við svartar buxur eða yfir fallegan kjól í brúðkaup.

HFJdagur4

Svo að lokum verð ég að fá að skella með mynd af þessum frábæru konum sem ég hitti inní Hafnafirði – ég er svo heppin að eiga svona yndislegar konur fyrir vinkonur – svo eru þær algjörar hæfileikasprengjur og gullfallegar að innan sem utan***

Vona að dagurinn ykkar hafi verið jafn dásamlegur og minn. Nú krosslegg ég bara fingur og vona að við fáum fullt af svona dögum í sumar!

EH

Snyrtibuddan mín í apríl!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Andrea

    4. May 2015

    Gaman að hitta ykkur ❤️ takk fyrir komuna í HFJ – góð byrjun á deginum