Það er stórhættulegt að eiga vinkonu með óaðfinnanlegan smekk þegar kemur að barnafötum. Ég er að sjálfsögðu svakalega hlutdræg en samt í alvöru er ég nokkuð ein um það að vera ástfangin af öllu inní Petit… :)
Ég kíkti á Linneu mína fyrir helgi til að sækja pöntun sem ég átti hjá henni en labbaði „alveg óvart“ út með aðeins meira í pokanum.
Tígrisdýrapeysa frá Pop Up Shop í stíl við tígrisdýrabuxurnar hans Tinna Snæs. Ég elska þetta merki! Peysan fæst HÉR.
Mörgæsarleggings buxur frá Diapers & Milk fyrir Tuma. Ég elska mörgæsir þær eru uppáhalds dýrin mín svo ég stóðst engan vegin mátið. Það voru fleiri leggings buxur sem ég hefði verið mikið til í að kaupa í viðbót – í næsta mánuði ;) Leggings buxurnar fást HÉR.
Marmara heilgalli frá Tiny Cottons, við fengum könglaheilgalla gefins frá þessu merki frá systur hans Aðalsteins og fjölskyldu. Svakalega gæðamikið merki og flíkurnar eru hver annarri fallegri. Þegar þessi heilgalli kom inná Petit.is pantaði ég hann strax ég tók ekki sénsinn að hann myndi seljast upp – halló heilgalli – halló marmari! Heilgallinn fæst HÉR.
Sokkar frá Tiny Cottons, það var eitthvað við þessa sokka þeir eru bara einum of sætir og svo er ég búin að horfa á endalaust af krúttlegum myndum af þeim á Instagram aðgangi Tiny Cottons… Sokkarnir fást HÉR.
Svo sótti ég loksins ljósaboxið mitt sem er búið að bíða mín ansi lengi en ég pantaði það þegar ég var ennþá inná spítalanum. Nú vantar bara batterí í ljósið og svo getur það farið upp inní herbergi strákanna :)
Ég á stundum dáldið bágt með mig þegar kemur að því að kaupa fallega hluti fyrir syni mína ég efast um að ég sé eina móðirin sem á við það „vandamál“ að stríða!
Eigið ljúfan sunnudag***
EH
Svo það fari nú ekki á milli mála þá keypti ég allar vörurnar sem sjást í þessari færslu :)
Skrifa Innlegg