fbpx

Nýtt andlit L’Oreal

Fræga FólkiðFyrirsæturloreal

Það er allt að gerast hjá snyrtivörumerkinu L’Oreal fyrir stuttu var tilkynnt að Lara Stone hefði gengið til liðs við merkið sem nýtt andlit þess og nú hefur enn ein skvísan bæst í hópinn. Í gær var tilkynnt að Blake Lively væri nýtt andlit merkisins sem er alls ekki amalegt. En Blake er líka andlit Gucci Premiere ilmsins – þið getið lesið allt um það samstarf í nýjasta tölublaði Reykjavík Makeup Journal.

blake-lively-named-as-the-new-face-of-l-oreal-paris

“I am thrilled and honoured to join the incredible women who represent L’Oréal Paris – from the versatile and motivational brand ambassadors, to all the women who proudly wear L’Oréal Paris each day. I grew up with the inspiration of their message, ‘We’re worth it’. What an important value to instill in women. That beauty is rooted in confidence. That is key. That is why I’m so proud to be a L’Oréal Paris woman.”

Nú þegar hafa birst tvær kynningarmyndir frá L’Oreal af leikkonunni. Annars vegar er það mjög rokkuð og skásett smoky augnskygging og hins vegar meira bohemian lúkk. Báðar myndirnar eru í svarthvítu sem mér finnst frekar smart. blake-lively-070913-_loreal-main-finalYfirmenn hjá L’Oreal virðast líka vera í skýjunum með nýju fyrirsætuna en Chyril Chapuy forstjóri L’Oreal hafði þetta um málið að segja:

“Blake embodies all the modern codes of Hollywood glamour. She has become a beauty icon for a whole generation with her gorgeous gold-dipped hair, luminous gaze and drop-dead smile. Today, this strong, charismatic and definitely glowing actress is joining the L’Oréal Paris family. And we’re so proud to welcome her.”

Frábærar fréttir fyrir þetta klassa merki. Líka skemmtileg tímasetning þar sem það er nú ekki langt síðan það var tilkynnt að samleikkona hennar í þáttunum Gossip Girl, Leighton Meester væri nýtt andlit Biotherm. Það er greinilega líf eftir Gossip Girl.

EH

Update frá JÖR

Skrifa Innlegg