fbpx

Nýjar Húðvörur og Hárvörur – Garnier

Blog

Núna nýlega komu nýjar vörulínur inní merkið Garnier, húðvörur og hár “styling” vörur. Vörurnar sem ég er spenntust fyrir eru BB Creamin (lituð dagkrem – vinsælustu/nýjustu snyrtivörurnar á markaðnum í dag), augn roll on-in og hárvörurnar sem eru meðal annars hársprey, hárpaste og þurrsjampó.

BB Cream-in koma í tveimur mismunandi týpum annað er fyrir venjulega húð og hitt fyrir olíumikla. Þetta eru eiginlega ótrúlega léttir farðar sem gefa létta og fallega þekju en auk þess býr hann yfir öllum eiginleikum rakakrems. Svo það má segja að kremin séu nokkurs konar lituð dagkrem. Ég er búin að vera að nota eitt frá Maybelline núna í allt sumar og er ótrúlega ánægð og spennt að fá að prófa þessi. Ég mæli hiklaut með BB cream-um ef ykkur vantar nýjan léttan farða til að nota sumar, í honum er líka góð sólarvörn sem er alveg ómissandi fyrir húðina þessa dagana.Hér sjáið þið svo hárspreyin og hárpaste-ið. Þessar vörur fást núna í versluninni Iceland í Kópavoginum og það er alveg þess virði að gera sér smá ferð til að kíkja á það nýjasta á markaðnum;)

EH

Ljúfa sumarfrí:) (Taken with Instagram)

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Þurý Björk

    2. August 2012

    BB kremin frá Garnier eru þau allra bestu sem ég hef prófað. Hef ekki sett á mig farða síðan ég keypti þetta í maí. Gefur raka, fallegan ljóma, jafnar út húðlitinn og er sólarvörn allt í einni og sömu túpunni. Er líka húkkt á augn roll-oninu.

    • Erna Hrund

      2. August 2012

      Sama hér með mig og Maybelline kremið – ég er alveg húkkt!! BB er næsta hit í makeup heiminum að mínu mati;):)

  2. Fjóla

    4. April 2013

    Það er athyglisvert að skoða þessar myndir núna nokkrum mánuðum síðar, BB kremið er komið upp í 1698 kr. og Youthful Radiance dagkremið í 795 kr. í Iceland, en á þessari mynd kostar BB 1309 kr. og hitt kremið 613 kr.! Það er að segja ef þessar myndir eru teknar í Iceland. Fáranlegar verðhækkanir á stuttum tíma…