fbpx

Ný síða til að fylgjast með – Mamie.is

Ég Mæli MeðLífið MittMömmublogg

Ég fagna því hvað umræðan um móðurhlutverkið og meðgönguna er að opnast. Það er frábært hvað bæði mæður og feður eru að opna sig og miðla reynslu sinni. Það sem hefur verið a gerast með þessu er að það eru að verða til skemmtilegar bloggsíður sem eru hugsaðar sem eins konar mömmu blogg þar sem mæður geta miðlað reynslu sinni til annarra mæðra. Ég veit ekki með ykkur en eftir að ég varð mamma þá elska ég að lesa um allt sem tengist börnum og foreldrahlutverkinu og ég elska að skrifa um strákana mína. Ég finn líka hvað lesendum mínum þykir gaman þegar ég skrifa um þetta dásamlega hlutverk því þær færslur eru alltaf mjög vel lesnar og ég minni mig alltaf reglulega á að vera duglegri að skrifa mömmufærslurnar mínar :)

En þess vegna þegar ég sá eina sem er í Ágústbumbuhópnum mínum á Facebook vera að pósta innleggi í grúppuna þar sem hún var að segja frá nýrri síðu sem hún og fleiri mömmur voru að opna þá varð ég bara að fá að forvitnast meira um síðuna og segja ykkur frá henni. Ég fagna svo sannarlega opnun Mamie.is og ég hlakka mikið til að fylgjast með síðunni þeirra vaxa og dafna og ég hvet ykkur til að gera slíkt hið sama!

Ég fékk hana Sögu Ýr sem eignaðist þessa gullfallegu dóttur hana Leu Karin nokkrum vikum eftir að ég átti Tuma. Hér sjáið þið þessar fallegu mæðgur og ég hvet ykkur til að lesa svörin hennar við spurningunum mínum…

12270571_10153811616173606_1520623442_n

Hvaðan kom humyndin að síðunni mamie.is?

Þegar ég var ólétt fannst mér rosalega skemmtilegt að skoða allt sem tengdist meðgöngunni og móðurhlutverkinu enda mín fyrsta meðganga og því eðlilega spennt og forvitin fyrir komandi hlutverki. Mér fannst þó vanta síðu sem snerist meira í áttina að þessari umfjöllun. Það var ekki fyrr en Sólrún hafði samband við mig eftir að Lísa hafði komið upp með þessa hugmynd við hana og eftir það bættust svo Júlíana og Lena við. Við hittumst svo strax daginn eftir og byrjuðum að plana, gerðum áætlun og settum okkur markmið um hvað við viljum fá út úr síðunni.

Hvenær eignaðist þú barn og hefur það breytt þér á einhvern hátt?

Ég eignaðist litlu stelpuna mína Leu Karin 21. ágúst 2015. Það að fá hana í hendurnar var magnaðasta tilfinning sem ég hef upplifað og öll þessi skilyrðislausa ást sem ég hef til hennar er endalaus. Það að hafa eignast barn hefur ekki breytt mér myndi ég segja, en það að fá að vera mamma hennar Leu hefur gert lífið svo miklu betra og mér finnst lífið vera rétt að byrja núna. Þótt ég hafi eignast barn þá er ég samt ennþá bara Saga og er dugleg að gera hluti sem ég gerði áður en ég varð mamma, en Lea er heppin að eiga góðan pabba sem er alltaf tilbúinn til þess að vera með hana og hvetur mig til þess að kíkja út ef mig langar.

12283286_10153811616178606_836209658_n

Geturðu sagt stuttlega frá stelpunum sem skrifa með þér á síðunni?

Við erum fimm stelpur, Júlíana, Lena Björk, Lísa Rún, Sólrún og ég sem stofnuðum www.mamie.is. Við erum á aldrinum 21-24 ára, við eigum það sameiginlegt að vera mömmur með okkar fyrsta barn en börnin eru á aldrinum 3 mánaða til 14 mánaða. Við erum allar með svipaða sýn á móðurhlutverkið en samt sem áður mjög ólíkar og með ólík áhugamál sem ég held að geri það að verkum að mamie.is nær til fjölbreyttari lesendahóps.

Þekktust þið allar áður en þið eignuðust börn?

Við þekktumst ekki allar áður en við eignuðumst börn en könnuðumst allar við hvora aðra.

Hvað mega lesendur eiga von á á síðunni ykkar, hvernig efni?

Lesendur mega eiga von á fjölbreyttum færslum sem aðallega koma að meðgöngunni og móðurhlutverkinu almennt, innlitum í falleg barnaherbergi, sniðugum DIY hugmyndum og margt fleira. Við munum reyna að hafa færslurnar fjölbreyttar til þess að þær nái til sem flestra.

12290454_10153811616213606_1907746418_o

Lumarðu á góðu mömmu tipsi sem þið langar að deila með lesendum?

Ég er ekki með neitt sérstakt ráð handa foreldrum enda er dóttir mín bara 3 mánaða og ég er sjálf ennþá að læra inn á hana. Það eina sem ég get sagt er að hlusta á hjartað sitt því maður finnur það sjálfur hvað er best fyrir barnið sitt og það er alveg ótrúlegt hvað maður þekkir þau vel þó þau geti ekkert tjáð sig um það hvernig þeim líður þegar þau eru svona lítil.

Fyrir ykkur sem langar að fylgjast betur með Mamie.is þá getið þið gert það líka inná þessum síðum…

Facebook – mamieblog
Instagram – mamieblog
Snapchat – mamie.is

Ég óska þesusm flottu og framtakssömu mæðrum innilega til hamingju með framtakið og ég hlakka til að fylgjast með því eins og ég segi það er ekkert meira skemmtilegt fyrir mig alla vega en að lesa um börn og móðurhlutverkið sem er það besta sem hefur komið fyrir mig.

Þegar ég varð ólétt af Tinna Snæ þá fannst mér svo erfitt að fræðast um meðgönguna og lífið með barni en ég vona að með mínum skrifum og skrifum annarra mæðra eins og þessara og fagurkeranna þá getum við saman frætt enn betur og mögulega náð að hjálpa öðrum konum að feta sig áfram í þessum stórkostlega hlutverki!

Áfram mömmur!

Erna Hrund

Mamma skvísa & gjafaleikur með Lancome

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

    • Reykjavík Fashion Journal

      23. November 2015

      Ég nefni þær einmitt hér neðst í færslunni, kannski ekki nógu sýnilegt – þær eru frábærar líka! :D

      • Ásta

        23. November 2015

        ji sá það ekki :D