Ég rakst fyrir tilviljun á færslu á facebook síðu Barry M á Íslandi að það væri sniðugur afsláttarkóði í gangi inná síðunni – svona í tilefni upphafs nýrrar skólannar. Sniðug hugmynd og afhverju ekki að splæsa í flott lakk á góðu verði í tilefni þess – ég meina kaupa ekki allir sér enn ný föt fyrir skólann. Naglalökk eru bara nýr fylgihlutur – svona eiginlega!
Mig langaði þá líka að nýta tækifærið og sýna ykkur Silk lökkin frá Barry M sem ég fékk að prófa núna í sumar sem komu mér svona skemmtilega á óvart….
Ég fékk að prófa þessa fjóra liti sem eru auðvitað í stíl við eitt af litartrendum sumarsins – pastel litir og með sanseraðari áferð sem er alltaf skemmtilegt sérstaklega í sólinni. Sanseringin tekur svo fallega á móti sólinni og lýsir upp litina. Það sem ég átti þó ekki alveg von á var það að lökkin eru eiginlega mött og því er áferðin mjúk og slétt.
Hér sjáið þið litina betur…
Bleiki liturinn er mega sætur og hann kom virkilega vel út að mínu mati. Liturinn er líka frekar léttur svo lökkin fá mjög fallegan og náttúrulegan lit finnst mér.
Blái liturinn finnst mér persónulega flottastur en eins og þið hafið kannski tekið eftir er ég mega skotin í bláum naglalökkum þessa stundina. Þessi hefur vinninginn hjá mér af þessum lökkum og ég hef notað hann dáldið í sumar – pastel bláar neglur hafa eiginlega verið sumartrendið mitt.
Græni liturinn er smá útí blátt og kemur vel út. Margar hræðast eflaust dáldið grænar neglur og ég veit að amma mín myndi gapa yfir mér ef ég myndi mæta með svona lakk til hennar – það myndi reyndar hafa öfug áhrif á mig og ég myndi kannski bara gera í því að vera með grænar neglur í kringum hana. En þetta er náttúrulega bara flott við létta hvíta skyrtu, gallabuxur og strigaskó.
Svo er það gyllti tónninn sem er alltaf safe og alltaf klassískur. Í þessum lit tek ég best eftir sanseringunni líklega vegna þess að hann er frekar ljós en klárlega elegant og flottur dags daglega fyrir þær sem vilja ekki of mikið.
Lökkin frá Barry M eru með rosa fína endingu. Ég mæli þó með eins og alltaf þegar ég skrifa um naglalakk að þið notið undir og yfirlökk til að auka endinguna enn frekar. Ef þið vijlið halda í möttu áferðina hér notið þá alla vega undirlakk.
Eins og venjulega er ég með tvær umferðir af litunum á nöglunum en liturinn er frekar þéttur og fínn eins og þið sjáið. Það sem er líka kostur við þau er að sanseringin helst frekar jöfn. Oft þegar um sanseruð lökk er að ræða kemur hreyfing í sanseringuna sem getur lúkkað dáldið klesst… – það finnst mér ekki áberandi hér.
En lökkin finnið þið HÉR (þið finnið líka fleiri liti þar) og ef ykkur líst á þau og ákveðið að splæsa í ný fyrir haustið notið þá afsláttarkóðann SKÓLADAGAR í greiðsluferlinu og þá fáið þið 15% afslátt. Afslátturinn gildir út morgundaginn og gildir á öllum vörum.
EH
Naglalökkin sem ég skrifa um hér fékk ég send sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.
Skrifa Innlegg