fbpx

Ný hreinsilína frá Helenu

Ég Mæli MeðHelena RubinsteinHúðNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Eitt fremsta afrek Helenu Rubinstein fyrir snyrtivöuruheiminn var án efa þegar hún fann upp vatnsheldu maskara formúluna sem öll snyrtivörumerki tóku upp í kjölfarið. Síðan þá hefur merkið verið leiðandi í því að þróa snyrtivörunýjungar sérstaklega maskara. Í fyrra skrifaði ég um þá nýjasta maskara merkisins en með honum var HR búið að þróa nýja tækni til að láta formúlu maskarans þorna síður upp. Í dag fékk ég svo sérstaklega fallegan póst frá dyggum lesanda sem fyrir utan það að leggja til efni í færslu (sem er einmitt í vinnslu) vildi gefa mér ráð. Ég hef alltaf gaman af því að heyra góðar reynslusögur frá lesendum. En þessi er með rosalega bein augnhár sem haldast illa uppi. Því notar hún helst vatnshelda maskara (en vatnsheld maskaraformúla er stífari, hrynur síður og lekur ekki til) þar sem þeir halda hennar augnhárum vel uppi. Hún þarf hins vegar að nota maskara sem þorna hratt og eitt af merkjunum sem hún nefndi sem væri með formúlu sem þornaði hratt er einmitt Helena Rubinstein:)

En HR býður uppá fleiri frábærar vörur og nýlega komu nokkrar nýjar húðvörur í sölu í verslunum þar á meðal ný hreinsivörulína sem inniheldur m.a. svartan skrúbb! Línan heitir Pure Ritual – frábært nafn enda er húðhreinsun tvisvar á dag ómissandi partur af daglegri rútínu.

Skrúbburinn vakti samstundis forvitni mína en ég fékk að prófa hann ásamt hreinsimjólkinni. Auk þessara vara komu hreinsifroða og andlitsvatn. Þetta er einföld húðvörulína sem hentar öllum húðgerðum. Hreinsimjólkina myndi ég ráðleggja fyrir þurra húð en hreinsifroðan hentar blandaðri/olíumikilli húð betur. Froðan þurrkar aðeins upp húðina sem hentar olíu húðinni ótrúlega vel en að sjálfsögðu ekki þessari þurru.

hreinsivörurhr

Hreinsimjólkin:

Hún er hvít, fljótandi og rosalega mjúk, það er lítill sem enginn ilmur af henni – hún ilmar eins og hreinleiki finnst mér:) Mjólkin kemur í pumpu sem mér finnst mjög gott þá getur hún bara staðið við vaskinn eða einhvers staðar inná baði  – þið pumpað hæfilegu magni í lófann og hreinsað húðina. Hreinsimjólkina má nota á augu og hún hreinsar bara nokkuð vel maskara og mér svíður ekki í augun undan henni. Með augnförðun þá er hæfilegt magn af hreinsimjólk að pumpa tvisvar í lófann. Hreinsimjólkin eru olíulaus.

Svarti skrúbburinn:

Er fínn kornaskrúbbur sem inniheldur gylltar flögur. Áferðin frá honum er olíukennd en fyrst um sinn er það eins og gel. Eftir því sem þið nuddið honum meira saman við húðina bráðnar skrúbburinn og hann verður að olíu. Skrúbburinn lagar og slípar yfirborð húðarinnar sem fær í kjölfarið meiri ljóma. Notið skrúbbinn á þurra húðina og nuddið með hringlaga hreyfingum þar til hann er orðinn olíukenndur – forðist augnsvæðið þegar þið notið skrúbbinn. Hreinsð hann þá af með vatni. Skrúbburinn er ótrúlega flottur og alveg kolsvartur. Þetta er ein af þessum sérstöku snyrtivörum sem vekja forvitni mína sérstaklega vegna litar formúlunnar. Samkvæmt mínum upplýsingum er skrúbburinn fyrir allar húðtýpur en mögulega þykir þeim sem eru með olíumikla húð óþæginlegt að nota hann og ég hvet því þær ykkar til að prófa skrúbbinn á handabaki í versluninni. Vörurnar fást t.d. í Hagkaup. Formúlan inniheldur sand sem er það sem slípar húðina vel og ég held að hann sé nógu fínn að nota á húð sem er t.d. með graftarbólur en það má aldrei nota of grófa skrúbba á þannig húð þar sem þar er hætta á að dreifa óhreinindunum um húðina.

Hvað er svona sérstakt við Pure Ritual?

Það sem sameinar línuna eru nokkur efni sem örva endurnýjun húðarinnar og hjálpa henni að hreinsa sig vel og berjast gegn sinduefnum. Glycolic Acid sem örvar húðflögnun. Black Rice þykkni sem er hreinsandi og vinnur á móti sinduefnum. White Rice þykkni sem örvar endurnýjun húðarinnar. Yeast þykkni sem örvar innri hreinsun.

Mér finnst mjög mikilvægt að vera með góðar hreinsivörur sem henta húð hverrar konu. Hreinsimjólk hentar minni húð alltaf best þó svo ég prófi reglulega aðrar týpur af hreinsum vegna starfsins en ég sný mér alltaf aftur að hreinsimjólkinni. Hreinsimjólk og andlitsvatn eru ómissandi tvíeyki sem eiga heima inná öllum baðherbergjum. Þó svo þið notið ekki förðunarvörur þá eru önnur óhreinindi í kringum okkur eins og t.d. mengun sem fer inní húðina og við þurfum að hreinsa þau burt. Vatn er ekki að gera það sama og andlitsvatn og því er það ekki nóg. Í stuttu máli þá opna húðhreinsar húðina og hreinsa upp óhreinindi eins og förðunarvörur eða önnur óhreinindi úr umhverfinu. Andlitsvatnið hreinsar þau óhreinindi sem geta verið eftir og lokar svitaholunum svo húðin geti farið að starfa eðlilega á ný. Auðvitað eiga svo allir að hreinsa húðina – þetta gildir ekki bara um konur ;)

Ég veit ég hef oft fjallað um þetta en þessi orð eru aldrei of oft kveðin!

EH

Annað dress: támjóir pinnahælar!

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. María

    19. May 2014

    Sæl Erna, eins og mér hefur fundist bloggið þitt skemmtilegt, þá finnst mér þú vera búinn að missa trúverðuleikan þinn með því að lofa allar vörur sem þú fjallar um – og er maður þá hættur að taka mark á því sem þú segir og mætti líka standa “sponsored” þar sem þetta virðist allt vera kostaðar umfjallanir. Það má milli vera á góðri social media sölumennsku og að taka það skrefi of langt. Langaði bara að deila minni skoðun því ég hef annars gaman að öðru sem þú skrifar um :)

    • Sæl María – takk kærlega fyrir ábendinguna:) mig langar að byrja á því að taka fram að undir um síðuna er klausa ef svo má kalla þar sem ég tek fram að ég fæ sendar vörur til prófunar en að þær sendingar hafi ekki á nokkurn hátt áhrif á mín skrif – mögulega er það ekki nógu sýnilegt og kannski ætti ég að skoða það að breyta því:)

      Ég hef alltaf verið heilluð af snyrtivörum og hrífst yfirleitt af öllu sem tengist þeim – það smitast mikið inní skrif mín þar sem ég einblíni á kosti en ekki galla þegar ég prófa og skrifa um vörur. Ég fæ ekki borgað fyrir eitt né neitt sem ég skrifa mér líður ekki einu sinni vel við að hugsa til þess og iðulega gef ég fólki í kringum mig snyrtivörurnar sem ég fæ sýnishorn af – fjölskylda, lesendur, vinir og góðgerðarmál njóta góðs af því en ég gef reglulega í Konukot.

      Mitt álit á vörum er ekki heilagt og það er aldrei til sölu – hvorki fyrir peninga né annað. Mér þykir leiðinlegt að heyra að það komi ef til vill stundum þannig út. Ég elska að skrifa um snyrtvörur, ráð, farðanir og allt sem því tengist og geri það alltaf eftir mínu höfði því lofa ég.

      Þakka þér kærlega fyrir ábendinguna og lesturinn mér þykir mjög vænt um að heyra frá lesendum og auðvitað reyni ég að bæta það sem er svigrúm til. En ástæðan fyrir lofunum er einföld ég bara elska snyrtivörur – hef alltaf gert og mun eflaust alltaf gera. Ég reyni þó alltaf að ráðleggja um leið og beina lesendum á rétta braut í umfjöllunum eins og þessari:)

      Bestu kveðjur – og takk fyrir lesturinn
      EH

  2. Bryndís Gunnlaugsdóttir

    21. May 2014

    Ég hef alltaf tekið þínum umsögnum þannig að þú segir okkur frá vörum sem þú prufar og eru þess virði að segja frá. Þær sem eru ekki spennandi rati ekki inn á síðuna =)