fbpx

Nude varir áberandi á Golden Globes

Fræga FólkiðmakeupTrend

Þá er verðlaunahátíðatímabilið formlega hafið! Golden Globes hátiðin var haldin í gær og eins og alltaf býð ég spennt eftir að myndir af stjörnunum mæti inná netið svo maður geti nú séð trendin og spáð og spekúlerað í því sem koma skal.

Ekki spurja mig útí sigurvegarana ég hef ekki hugmynd um hvernig hátíðin fór en farðanirnar – ég er með þær á hreinu ;)

Eitt mest áberandi trendið í förðununum voru litlausar varir. Margar voru alveg með það á hreinu en nei ekki allar því miður. En það sem mér þótti þó helst gaman að sjá var hve margar voru náttúrulegar og ljómandi fallegar. Ég var líka ofboðslega glöð þegar ég sá fallega liti á vörum eða um augu – það var ekki eins mikið um það og síðustu ár. Gervi augnhárin voru líka kannski aðeins meira áberandi en oft áður… ;)

Svo eru það augabrúnirnar – takið sérstaklega eftir þeim, það voru fáar stjörnurnar sem voru ekki með fullkomnar augabrúnir. Mér fannst líka mjög gaman að sjá hvernig þær voru ólíkar. Alltaf gaman að sjá þegar augabrúnir eru mótaðar til að fullkomna andlit hverrar konu en það eru ekki allar bara alveg eins.

Eigum við ekki að byrja þetta – afsakið þessi færsla er löng!

BrieLarson

Bree Larson

Virkilega falleg og ljómandi förðun, gyllt smáatriði en öll förðunin er gerð með vörum frá Chanel. Mjög falleg og náttúruleg en samt svo ljómandi fín.

Amber-Heard

Amber Heard

Ein af þeim sem geislaði með ljómandi húð og áberandi flottar og mattar varir sem tónaði við fallega litinn á kjólnum hennar. Mjög náttúruleg um augun – ég persónulega fýla svona farðanir, náttúruleg augu og fallegar áberandi varir.

Olivia-Palermo Olivia Palermo

Ómæ þessi geislandi augu verða enn stærri með glansandi fallegum augnskugga og eyelinerinn er gerður þannig að augun virðast svo opin og stór. Virkilega fallegt og augabrúnirnar eru alveg pörfekt! Hún var auk þess ein af fáum sem hætti sér á rauða dregilinn með bleikar varir.

Takið eftir fallega hárinu hennar á myndinni fyrir neðan.

Olivia-Palermo (1)

Virkilega falleg greiðsla – finnst ykkur ekkki?

Lily-James

Lily James

Ein af stjörnunum sem skartaði fullkomnum augabrúnum, nude vörum, ljómandi fallegri húð og léttri skyggingu um augun. Þessi förðun súmmerar upp trendin sem voru mest áberandi.

Jada-Pinkett-Smith

Jada Pinkett-Smith

Love á litinn um augun! Sjáið hvað augun hennar verða fallega brún. Augun eru með fallegum ljósum grænum lit sem er með hlýjum gylltum undirtóni sem tónar mjög fallega við litinn á húðinni hennar. Hún Jada er og hefur alltaf verið trendsetter og fer sínar eigin leiðir.

Sophia-Bush

Sophia Bush

Ég elska þessa dömu – hennar stíl, persónuleika og já karakter og hef gert það alla daga síðan hún var Brooke í OTH – það voru góðir tímar. Hún og ég erum með mjög svipaðan förðunarstíl – náttúrulegt með smá twisti. Ein af þeim fallegustu frá kvöldinu.

Kate-Bosworth

Kate Bosworth

Önnur stjarna sem er ómissandi partur af svona færslum frá mér. Ég elska þessi fallegu augu sem hún hefur, náttúruleg förðun en mikið í kinnum – I like!

Rachel-McAdams

Rachel McAdams

Rachel eins og Sophia eru alltaf í uppáhaldi hjá mér aftur sami förðunarstíll. Rachel er alltaf svo elegant og kvenleg og sýnir mjög oft farðanir sem eru innblásnar frá gömlu góðu dögunum. Ég elska þennan fallega lit á vörunum – vá hvað ég væri til í þennan en mjög líklega leynist einn svipaður inní skúffu hjá mér.

Taylor-Schilling

Taylor Schilling

Mér finnst þessi dama algjör töffari! Hún er all in í náttúrulega trendinu og húðin hennar ljómar í stíl við fallegu augun hennar.

Julianne-Moore

Julianne Moore

Þessi kona eldist svo fallega, hér er hún að sjálfsögðu með L’Oreal förðun en ekki hvað enda eitt af andlitum merkisins og hefur verið það í mörg ár. Hún er með True Match farðann á húðinni – enda ljómar húðin á fallegan máta. Augnumgörðin finnst mér ofboðslega falleg og hún er ekki hrædd við að vera með ljóma á húðinni þrátt fyrir að hún sé farin að eldast.

Maria-Menounos

Maria Menounos

Nude förðun allt í gegn. Hér er stjarna sem neglir nude varirnar alla leið og gerir þær ljómandi fallegar með glærum gloss. Augnhárin eru nokkuð náttúruleg þrátt fyrir að þau séu mjög sýnileg sem mér finnst gott – ég fýla ekki ef það sé of áberandi að auka augnhárin séu of auðgreinanleg. Virkilega falleg dama.

Melissa-McCarthy

Melissa McCarthy

Vá hvað hún lítur vel út – ljómar alveg þessi gullfallega kona.Varirnar eru svo fallegar á litinn – léttur nude litur með fölbleikum undirtónum.

Kate-Winslet

Kate Winslet

Dæmi um aðra konu sem eldist svo svakalega vel. Hún er svo náttúruleg og falleg og tónar svo vel við heildarútlitið. Elska áferðin á húðinni hennar hún er svo hvít og falleg – eitthvað svo ofboðslega kvenlegt og elegant við þessa rjómahvítu húð – kannski finnst mér það bara því mín er líka svona. Kæmi mér á óvart ef daman væri með eitthvað annað en Lancome á húðinni enda andlit merkisins.

Jenna-Dewan-Tatum

Jenna Dewan-Tatum

Förðunin og húðin þá sérstaklega greip mig samstundis þegar ég sá myndina. Augun eru fallega mótuð og skerpt á þeim á réttum stöðum sem fullkomnar mótun þeirra. Aftur líka fullkomnar nude varir!

Kirsten-Dunst

Kirsten Dunst

Þessi er líka ein af mínum uppáhalds og hún verður það eflaust alltaf. Það eru kannski ekki allir sem kunna að meta grunge stílinn hennar Kirsten en ég geri það því hún er alltaf samkvæm sjálfri sér og sínum stíl. Elska líka augun hennar þau eru svo stingandi grá og falleg með þessari förðun.

Cate-Blanchett

Cate Blanchett

Kjóllinn – þið verðið að sjá kjólinn hann er GORGE! Förðunin er alveg í takt við hann og falleg skerping á augunum mikilvæg þar sem kjóllinn er þannig á litinn á meðan varirnar tóna við kjólinn. Virkilega flott heildarlúkk.

Olivia-Wilde

Olivia Wilde

Verðlaunin fyrr flottustu förðun kvöldsins fer eins og svo oft áður til þessarar fallegu leikkonu! Þessi dama er með svo fallegan stíl og ég dýrka hana í tætlur. Liturinn um augun er svo fullkominn og fer hennar augum svo vel – eruð þið að sjá þetta!

Rosie-Huntington-Whiteley

Rosie Huntington-Whiteley

Næst á eftir Oliviu fylgir Rose fast á hæla hennar. Ljómandi húð, fullkomin augnförðun og fallegar varir – virkilega flott náttúruleg förðun sem er ýkt á réttum stöðum.

Kate-Hudson

Kate Hudson

Ég er búin að sjá einhvers staðar illa talað um hennar dress en þessi er með skotheldan stíl sem hún fylgir alltaf og fyrir það á hún hrós skilið – plús það að ég fýla þetta 90’s dress sem hún fullkomnar með fallegum vörum og ljómandi húð.

Gina-Rodriguez

Gina Rodriguez

Ein af mínum uppáhalds leikkonum og ég kann alltaf svo vel að meta farðanirnar hennar þær eru náttúrulegar og alltaf í takt við mótun andlits hennar og augna.

Jennifer-Lopez

Jennifer Lopez

Þessi dama fer sínar eigin leiðir alltaf og hún gerir það í vali á kjól og förðun. Eins og þið sjáið vel í förðuninni sem er ekki eins og nein önnur þetta kvöld. Virkilega falleg ljómandi augu og dýrðlegar varir!

Eva-Longoria

Eva Longoria

Okei, augnhárin eru mögulega aðeins of mikið sérstaklega úfrá fyrri ummælum mínum. En halló hún er nú meiri bjútíbomban þessi dama! Hún er ein af kúnnum Anastasiu sjálfrar – ABH Anastasiu það er svo augabrúnirnar eru alveg fullkomnar. Mér finnst mjög fallegur þessi örfíni græni blær sem kemur þarna undir augunum. Virkilega fallegt og augun geisla.

Jennifer-Lawrence

 Jennifer Lawrence

Dior draumadísin sjálf! Ég held að ég og Jennifer gætum orðið mjög góðar vinkonur – ábyggilea fleiri sem eru sömu skoðunar. Jennifer hættir sér sjaldan inná trendin í verðalaunaförðununum og er yfirleitt mjög náttúruleg og í takt við sinn stíl. Rauður er hennar litur og hún veit það vel og varirnar gera augun hennar tryllingslega blá!

Mínar farðanir frá kvöldinu..

1. Olivia Wilde
2. Rosie Huntington-Whiteley
3. Sophia Bush og Rachel McAdams

Hvernig líst ykkur á?

Erna Hrund 

Myndirnar af stjörnunum eru frá PopSugar.

Uppskrift: grænkálssnakk

Skrifa Innlegg