fbpx

Nú styrkjum við ónæmiskerfið með snyrtivöru!

Ég Mæli MeðHúðNýtt í snyrtibuddunni minniShiseidoSnyrtivörur

Ég heillast svo af því þegar snyrtivörur koma með alveg byltingakenndar nýjungar á markaðinn og Shiseido er nú það merki sem hefur komið með þónokkrar þess háttar kynningar og verið leiðandi á sviði húðvörunýjunga svo árum skiptir. Þá verð ég nú að nefna:

Advanced Body Creator:
Eina kremið sem minnkaði sýnileika slitfaranna minna – þ.e. það dró úr roðanum. Ég testaði það þannig að ég bar það bara framan á magann en ekki hliðarnar – hliðarnar eru enn þann dag í dag rauðar (þau mun daufari en áður) en framan á maganum eru förin lítið sjáanleg. Hér er á ferðinni krem sem hefur stinnandi áhrif á húðina og eykur teygjanleika hennar á ný. Hér er líka verið að örva húðina og endurnýjun hennar með ilm – sem hefur mikil áhrif það get ég sagt ykkur. En þetta er sumsé fyrsta snyrtivaran sem hefur stinnandi áhrif á húðina með því að notast við kraft frá ilmum. Kremið kom fyrst á markaðinn árið 2002.

Tanning Compact Foundation:
Fyrsti púðurfarðinn sem innihélt sólarvörn kom frá Shiseido árið 1966! Hugsið ykkur að alveg síðan þá hafa Japanir sett það í forgang að verja húð sína gegn skaðsemi sólarinnar. Með þessari vöru var markmiðið að finna upp farða sem bráðnaði ekki og hreyfðist til í hitanum frá sólinni.

Bio Performance Advanced Super Revitalizing Cream:
Hyaluronic Acid er efni sem margar ykkar kannast eflaust við núna en þetta er án efa þessa stundina eitt vinsælasta innihaldsefni snyrtivara fyrir þroskaða húð. Hyaluronic sýran er efni sem mér finnst best að lýsa sem rakabombu efni sem mér finnst á margan hátt líkjast collageni að því leytinu til að það fyllir uppí fínar línur og annað en hyaluronic sýran er ennþá rakameiri einhvern vegin. Hún er svona fyllingarefni sem vinnur einhvern vegin inní húðinni, gefur ótrúlega góðan raka og fyllir uppí fínar línur og jafnar áferð húðarinnar á fallegan hátt. Árið 1984 uppgötvuðu vísindamenn hjá Shiseido þennan kraft Hyaluronic sýrunnar og árið 1988 kynnti merkið svo Bio-Performance kremið sem er fyrsta kremið sem kom á markaðinn þar sem settar voru fram niðurstöður úr rannsóknum sem sýndu fram á árangurinn sem næst með kreminu sem dregur óumdeilanlega úr öldrun húðarinnar. Síðan kremið kom fyrst á markaðinn hefur það hlotið 37 verðlaun. Ég hef sjálf notað þetta krem mikið og það einkenndi síðasta vetur hjá mér. Hyaluronic sýran finnst mér svo góð við þurru húðina mína sérstakelga í kuldanum.

Total Revitalizer fyrir herra:

Árið 2004 tileinkaði Shiseido karlmönnum krem sem er ætlað að styrkja húð karlmanna. Rannsóknir merkisins sýndu fram á það að húð karlmanna innihéldi mun meiri óhreinindi en húð kvenna. Kremið er því gert með það í huga að styrkja húðina þannig að hún myndi varnir sem hindra það að þessi óhreindi festi sig í húðinni. Kremið hefur róandi áhrif á húðina og nýtist einnig við ilmefni til að hafa áhrif á húðina eins og þeir gera með húðkreminu sem ég lista hér fyrir ofan.

Future Solution LX næturkrem:
Árið 2006 sneri Shiseido sér að prófteininu Serpin B3. Þetta er prótein sem meðal annars veldur ótímabærri öldrun húðarinnar af völdum útfjólubláum geislum húðarinnar og þurrknum sem getur aukist eftir því sem við verðum eldri. Shiseido þróaði virka efnið Skingenvell 1P sem dregur úr skaðsemi þessa próteins. Efnið kemur jafnvægi á rakastarfsemi húðarinnar og jafnar áferð hennar og dregur úr einkennum öldrunar og hægir á öldrunarferlinu. Árið 2009 kom svo ný vörulína á markaðinn með fjórum vörum sem innihalda þetta virka efni.

Árið 2014 beinir Shiseido spjótum sínum að ónæmiskerfinu…

shiseidoultimune3

Með tilkomu húðvörunýjungarinnar frá Shiseido fékk ég ótrúlega krúttlegt box með litlum prufum af þessum vörum sem ég tel hér upp fyrir ofan og lítilli ómerktri flösku af nýju vörunni. Ótrúlega skemmtileg leið til að kynna nýjungina – og frábært tækifæri til að minna á góðar vörur sem eru til fyrir.

shiseidoultimune2

Nýja byltingarkennda húðvaran sem styrkir ónæmiskerfið nefnist Ultimune…

shiseidoultimune

 

Ultimune Power Infusing Concentrate
Eins og ég tek fram hér fyrir ofan þá beinir merkið spjótum sínum að ónæmiskerfinu. Með Ultimune vilja þeir styrkja ónæmiskerfi húðarinnar okkar svo það sé sterkara fyrir alls kyns utanaðkomandi áhrifum sem geta haft áhrif á húðina okkar og heilsuna. Í húð okkar finnast frumur sem heita Langerhans – þær finnast eingöngu þar og þær spila stórthlutverk í ónæmiskerfi okkar. Frumurnar senda líkamanum skilaboð þegar að okkur steðjar hætta, þær eru með arma sem skynja hættu sem senda skilaboðin áfram svo ónæmiskerfi okkar geti brugðist við. Langerhan frumurnar geta einnig komið sjálfum sér til varnar t.d. þegar hætta vegna þurrks, stress eða sólargeislar sem geta eyðilagt þær ógna þeim. Ultimune er að örva starfsemi Langerhan frumnanna, laga þær ef þær hafa skemmst og styrkja þær enn frekar. Með því að styrkja þessar frumur komum við því til skila að húðin okkar mun tækla hættur eins og sýkingar, þurrk og ótímabær öldrunareinkenni. Ultimune er ekki hugsað sérstaklega fyrir eldri konur heldur bara konur á öllum aldi. En rannsóknir Shiseido sýna að Ultimune hentar öllum.

Mér finnst þetta sjúklega spennandi snyrtivara. Kremið er létt og gelkennt, það fer hratt inní húðina og skilur eftir ótrúlega falleg yfirborð. Ultimune er ný viðbót inní húðumhirðuna og á að nota á tandurhreina húð. Shiseido breytti þriggja þrepa kerfinu sínu þegar þeir fundu upp þessa snyrtivöru en nú er 1. þrepið húðhreinsun og rakavatn, 2. þrepið er Ultimune og 3. þrepið er svo rakinn eða serum eða það sem þið berið á húðina eftir hreinsunina.

Ég er búin að lesa mér endalaust til á þessari vöru og mér finnst vísindin á bakvið hana heillandi. Sheiseido er eitt af mínum uppáhalds húðvörmerkjum og eitt það besta sem þið fáið fyrir húðina ykkar. Eins og þið getið lesið um hér fyrir ofan þá er þetta merki sem hefur áður sent frá sér byltingakenndar nýjungar sem hafa haft mikil áhrif á snyrtivöruheiminn sem við þekkjum í dag. Ég hef bullandi trú á þessari vöru vegna sögu merkisins og þekkingar minnar á því – vegna þess að ég veit að þeir eru búnir að rannsaka þetta fram og til baka og vegna þess að þeir myndu aldrei senda frá sér vöru sem þeir væru ekki með á hreinu að myndi virka. Þið þekkið mig ég skrifa ekki um vörur nema ég hafi trú á þeim – ég hef óbilandi trú á Ultimune.

Ultimune er komið í verslanir og fæst t.d. í Hagkaup og Sigurboganum – en munið að Tax Free hófst í dag og endilega nýtið ykkur góða afsláttinn til að kaupa spennandi nýja snyrtivöru ;)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Stjörnufarði frá Dior

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Erla

    12. September 2014

    Það væri sniðugt hjá þér að hafa link með á rannsóknirnar, svo lesendur geti séð að fullyrðingarnar um ónæmiskerfið séu ekki bara auglýsingatrix hjá Shiseido :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      12. September 2014

      Góð ábending – ég skal reyna að finna þær á netinu, ég las þær á pappírum en ég hlýt að geta fundið þær líka á veraldarvefnum :)