fbpx

Nú getum við tanað í sturtu!

Ég Mæli MeðHúð

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Mér finnst sjálfbrúnkuvörurnar frá St. Tropez einfaldlega þær allra bestu og ég nota fátt annað – svona þegar ég man eftir því að nota sjálfbrúnku. En þegar ég sá í sumar að það væri að koma vara frá merkinu sem gerir okkur kleift að fá lit í sturtu þá trylltist ég smá úr spenningi. Ég byrjaði að prófa kremið um leið og það kom til landsins og sýndi hana á snappinu hjá mér. Ég er búin að prófa hana vel og vandlega í nokkrar vikur og ég get með sanni sagt að þetta er mesta snill sem ég hef á ævinni prófað!

Nú getum við tanað í sturtu – hversu mikil snilld!

sturtubrúnka3

Gradual Tan In Shower frá St. Tropez

Kremið virkar þannig að þegar þið eruð búnar að hreinsa líkamann þá slökkvið þið á sturtunni, berið kremið yfir allan líkamann og bíðið í þrjár mínútur og skolið kremið svo vel af.

sturtubrúnka2

Þá eru eflaust einhverjar sem hugsa hvað í ósköpunum þær eigi að gera í þrjár mínútur, þær ery furðulega fljótar að líða og ég nýti tíman einna helst í að bera hárnæringu í hárið og greiða vel í gegnum það og oft til að djúpnæra hárið. Ég held líka að þetta sjálfbrúnkukrem hafi orðið til þess að ég hugsa miklu betur um hárið á mér og það lítur miklu betur út :)

sturtubrúnka

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að átta mig á því hvernig þetta virkar, þetta bara virkar og eftir nokkur skipti verður liturinn virkilega heilbrigður og fallegur. Kremið virkar líka vel til að dýpka lit á annarri sjálfbrúnku. Ég nota þetta ekki í andlitið heldur nota ég sjálfbrúnkuolíuna fyrir andlit frá St. Tropez – hún er dásemd BTW. Það kemur bara mjög fallegur litur eftir eina og eina umferð af þessu og ég er sko alveg búin að prófa allt, það munar engu að hafa það lengur en þrjár mínútur á og það munar smá að setja tvær umferðir af því á líkamann – ég er búin að stúdera þessa gersemi ;)

Nú er ég búin að prófa þetta stórkostlega undur í bak og fyrir ég elska það af öllum lífs og sálarkröftum og hlakka til að ná fallegum lit fyrir brúkaupið í janúar með þessari gersemi. Ef þið eruð svona eins og ég munið aldrei eftir sjálfbrúnkunni verðið þið að prófa þetta krem ég man alla vega loksins eftir að bera brúnku á mig þó ég sé með brjóstaþoku því það er bara inní sturtu.

Love it,
Erna Hrund

Jólaföt fyrir Tinna & Tuma

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Edda Sigfúsdóttir

    9. November 2015

    Vá snilld, fæst þetta bara í Hagkaup og apótekum og svoleiðis? Verður maður ekkert flekkóttur?? hefurðu prófað að bera þetta í andlitið, var það ekki næs?

    • Reykjavík Fashion Journal

      9. November 2015

      Hagkaup og Lyf og Heilsu t.d. ;) Nei ekkert flekkóttur!!! Ekki ef þú skolar vel eftir á – en ég hef ekki prófað í andlitið það stendur samt ekkert um hvort það megi eða megi ekki en það er yfirleitt alltaf sérstakt fyrir andlitið þegar kemur að sjálfbrúnku svo liturinn verði áferðafallegri ;)

  2. Linda

    9. November 2015

    veistu hvad þetta dugar lengi a líkamanum?

    • Reykjavík Fashion Journal

      9. November 2015

      Liturinn dugir alveg furðu lengi… ég t.d. held honum bara alltaf við með því að bera reglulega á mig, fyrst bar ég það samviskusamlega á í hverri sturtuferð núna er það kannski bara önnur hver og jafnvel þriðja hver en mér þykir það alveg nóg :)

  3. Ragna Helgadottir

    10. November 2015

    Hljómar snilldar vel! En berðu það á þig með hanska í sturtunni?

  4. Kristína Björk

    11. November 2015

    Úú spennandi! En hvernig er lyktin? Er mikil brúnkukremslykt?:)