fbpx

Nú er það svart!

Ég Mæli MeðEssieLífið Mittneglur

Síðan Essie lökkin komu til landsins hef ég notið þess að bera þau lökk á nöglunum núna á hverjum degi! Ég er helst búin að velja þessa björtu tóna en um daginn tók ég uppá því að velja mér einn þann allra klassískasta og uppáhalds lit Global Color Designerins hennar Rebeccu Minkoff en það er Licorice – eða kolsvartur litur!

svartar5

Hér sjáið þið mínar uppáhalds hjálparvörur líka – First Base Base Coat, ég elska þennan því hann þornar á núll einni og gerir yfirborð naglanna svo fallegt. Svo er það liturinn Licorice, mér finnst þessi alveg æðilega flottur og ég set tvær umferðir eins og alltaf. Svo er það Good to Go yfirlakkið sem flýtir fyrir þornun lakksins undir og loks Quick-E dropnarnir sem ég set yfir neglurnar þegar ég er búin með öll lökkin en með þeim þornar allt á undir 60 sekúndum. En auk þess er olía í dropunum sem gerir það að verkum að naglaböndin og neglurnar nærast um leið – ekki verra!

svartar2

Mér finnst þessi svarti litur æðislegur og svartar neglur passa einhvern vegin alltaf. Ég er búin að vera með þetta lakk á nöglunum síðan á miðvikudaginn síðasta og það sést ekki á þeim einu sinni. Þær eru ennþá alveg fullkomnar og ég hef bara einhvern vegin ekki tímt að taka það af mér.

Ef þið vissuð það ekki þá var það Essie sem startaði á sínum tíma dökka naglalakkatrendinu með litnum sínum Wicked mig minnir að það hafi verið árið 1986. Það vildi engin verslun kaupa inn litinn fyr en hún sannfærði búðir um að taka hann inn með því skilyrði að hún myndi taka öll lökkin til baka sem myndu ekki seljast – Wicked seldist upp á sólarhring! Þessi kona sko – ein af þeim sem veita mér innblástur fyrir orku, metnað og framtakssemi.

Svartar neglur ganga allan ársins hring. Næst ætla ég þó að fara í aðeins ljósari tón smá útí grátt eða jafnvel grábrúnt en ég var að bæta við tveimur nýjum litum í safnið Master Plan og Cocktail Bling – getið séð þá hjá mér á snappinu ernahrundrfj.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Hattur á haus!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    1. June 2015

    Ha síðan á miðvikudag?? whut, mitt myndi endast í tvo daga svona fínt:)

    • Bara réttar græjur með þá er þetta pörfekt! Þú kíkir bara í heimsókn og við Essie-um þig upp ;)