„Ó, ó, ó – fallegu föt!“ Þetta voru viðbrögð mín við flíkunum á myndunum hér fyrir neðan. Í gær tók ég eftir því að allar tískupíurnar sem ég er með á Instagram voru algjörlega að missa sig yfir flíkunum – svo þegar þetta er skrifað ligg ég uppí rúmi með tölvuna – strákarnir mínir steinsofandi og eftir nokkrar mínútur ætla ég að leggjast á koddann og láta mig dreyma um fullan fataskáp af dýrgripum frá merkinu No. 21 <3
Litirnir sem einkenna línuna eru langflestir hundleiðinlegir einir og sér en saman mynda þeir línu sem heldur alla vega vöku fyrir mér. Flíkurnar eru í sjálfu sér látlausar en það er samt eitthvað svo sérsakt við þær allar – þær ná að njóta sín svo vel. Fílingurinn minnir mig smá á íslenska merkið Millu Snorrason.
Fyrsta dressið sannar það líka að pallíettur passa við allt!
Ég veit lítið annað um merkið en það að það er hugarfóstur manns að nafni Alessandro Dell’Acqua. Ég þarf að googla aðeins meira um þetta á morgun. Ég viðurkenni hér með fúslega að ég veit ekki allt um alla – eins mikið og ég er forvitin;)
Líður ykkur einhver tíman eins og tískuhúsin séu að hanna fyrir ykkur persónulega? Mér líður alla vega núna eins og Alessandro sé að hanna fyrir mig. Ég þarf eiginlega að tékka á því hvort hann sé meðal lesenda á RFJ.
En fyrir áhugasama þá kemur sýnikennsla fyrir þessar girnilegu varir inn seinna í dag!
EH
Skrifa Innlegg