fbpx

Náðu lúkkinu hennar Cöru

FyrirsæturLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNáðu Lúkkinu

Þessi fallega stelpa ber allar farðanir svo ótrúlega vel – hún reyndar minnir mig alltaf svo ótrúlega mikið á hana Andreu Röfn okkar hér á Trendnet. En Andrea ber einmitt allar farðanir það er alveg magnað að sjá!

Mér finnst þetta förðunarlúkk mjög skemmtilegt og hentar nánast fyrir hvaða tilefni sem er. Hér fyrir neðan er stutt lýsing á því hvernig þið getið náð lúkkinu.

  • Byrjið á því að grunna húðina með primer – sjálf myndi ég velja hér Lumi Magique primerinn frá L’Oreal til að fá þennan ljóma sem liggur svo fallega yfir húðinni hennar.
  • Setjið næst farða – þið sjáið að áferðin er mjög þétt og til að fá hana er ekki nóg að nota bara BB krem. Til að fá mjúku áferðina veljið þá fljótandi farða – kannski einhvern eins og þennan HÉR.
  • Notið svo hyljara til að hylja þau svæði sem þið viljið – ég set þó alltaf ljósan hyljara í kringum augun til að lýsa upp augnsvæðið. Hér gætuð þið líka sett yfir mitt ennið, meðfram nefinu og svo aðeins á hökuna. Munið að blanda hyljaranum vel saman við farðann til að fá jafna áferð. Notið góðan bursta og hringlaga hreyfingar til að blanda vörunum saman. Ég er alveg húkkt á krem hyljurum þessa stundina – minni á þessa góðu færslu HÉR.
  • Hér er gott að taka smá pásu á húðinni og leyfa farðanum og hyljaranum að jafna sig aðeins á húðinni. Snúið ykkur að augunum.
  • Setjið ljósan lit yfir allt augnlokið – helst mattan lit eða einhvern sem gefur mjúka áferð. Öll förðunarmerki bjóða uppá þessa liti – og hann er nauðsynlegt að eiga í snyrtibuddunni;) Sjáið að augnskugginn fer yfir allt augnlokið og honum er dreift alveg í kringum innri augnkrókinn og látinn ná út fyrir augnsvæðið sjálft. Setjið hann aðeins meðfram neðri augnhárunum. Látið hann deyja út ekki langt frá innri augnkróknum.
  • Til að fá svona mjúka áferð á eyelinerinn myndi ég nota gel eyeliner í svörtu – hann fáið þið hjá MAC, Maybelline, Bobbi Brown og L’Oreal t.d.. Notið skáskorinn pensil til að gera spíssinn og eins og þið sjáið þá er bara örmjó lína frá innri augnkrók og útað miðju augnlokinu eða þangað til spíssinn kemur. Þegar linerinn er þornaður mýkið þá litinn með því að fara yfir hann með svörtum möttum augnskugga – þið getið notað sama pensil – ef ekki notið þá svipaðan.
  • Setjið smá maskara á efri augnhárin – en engan á þau neðri ef þið þorið að prófa það. Með því að setja ekki maskara á neðri augnhárin þá virðast augun mun stærrri.
  • Setjið svarta gel eyelinerinn í innri augnkrókinn og þá fá augun svona seyðandi lúkk.
  • Fyllið inní augabrúnirnar ykkar með lit sem líkist mest ykkar – ég mæli með blýöntum sem eru með greiðu áfastri – eins og hjá Maybelline, Shiseido, L’Oreal og MAC. Greiðið hárin upp og svo út – þá fáið þið svona fallega lyftingu eins og Cara.
  • Klárið svo húðina með því að skyggja vel með sólarpúðri undir kinnbeinin, meðfram kjálkalínunni og hárlínunni.
  • Veljið svo brúnleitan/orange kinnalit og setjið meðfram kinnbeinunum – ekki bara í epli kinnanna eins og er venjulega gert.
  • Fullkomnið áferð húðarinnar með því að setja smá highlighter ofan á kinnbeinin, á miðju ennisins og á hökuna. Ég mæli með Halo Highlighting Wand frá Smashbox í litnum Pearl – hann er í miklu uppáhaldi.
  • Á varirnar mæli ég með ljósbeigebleikum varablýanti eins og Graceful frá Makeup Store og smá glærum varasalva á miðju varanna. Einfalt nude lúkk – og bleiki undirtónninn í varablýantinum kemur í veg fyrir að varirnar verði eins og þær séu líflausar. Ef ykkur langar að vera með varalit þá mæli ég með Hue frá MAC.

Einfalt og fallegt makeup lúkk sem væri auðveldlega hægt að poppa uppá með kannski sterkari varalit ef þið eruð til í það. Cara skartaði þessari förðun á tískusýningu Dolce & Gabbana þar sem tíska sumarsins sem er að líða var sýnd.

Góða helgi!

EH

Spennandi nýjungar

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. lilja

    31. August 2013

    hún er líka með brúnan/gylltan eyeliner í vatnslínunni :-)

  2. Steinunn

    1. September 2013

    Þetta finnst mér virkilega hjálplegt! Væri alveg til í að sjá fleiri svona pósta. Takk takk