Ég er ein af þeim sem er búin að bíða í ofvæni eftir því að heyra hvort og hvenær Full Exposure augnskuggapallettan komi til Íslands. Pallettan er mætt og ætti að vera að lenda á sölustöðum Smashbox í dag – t.d. Hagkaup Kringlu, Smáralind og Holtagörðum.
Þetta er eiguleg palletta sem inniheldur 14 mismunandi litaða augnskugga ýmist sanseraða eða matta. Ég sé fullt af möguleikum í þessari pallettu og ég hlakka til að byrja að prófa mig áfram með hana. Mín er komin í hús og ég dáist að fegurð hennar!
Þegar ég var að leita að skemmtilegum myndum af pallettunni sá ég að þessi palletta er mikið borin saman við Lorac Pro augnskuggapallettuna sem ég hef heyrt mjög góða hluti um. Mér finnst helst vera mikið talað um meðal makeup fíkla að það sé nauðsynlegt að eiga Lorac Pro pallettuna og Naked 2 pallettuna frá Urban Decay. Ég er alla vega búin að ákveða það að ég mun panta þær á næstunni og fá ameríkufarana mína til að koma með þær heim í apríl. Mér finnst maður aldrei eiga nóg af augnskuggum og það er um að gera að prófa það sem í boði er!
Aftan á pallettunni er strikamerki sem þið getið skannað inn með spjaldtölvu eða síma og þá farið þið beint inná sýnikennslumyndband þar sem þið fáið að sjá sýnikennslumyndband fyrir augnskuggapallettuna. Þetta á við um margar aðrar vörur frá merkinu líka. Með aungskuggapallettunni fylgja leiðbeiningar um hvernig þið getið notað augnskugga eftir því hvernig lag er á augunum ykkar og eftir því hvort um dag eða kvöldförðun er að ræða og svo er líka farið yfir augnförðun sem hæfir augunum best.
Með pallettunni fylgir svo tvöfaldur bursti sem er hægt að nota til að bera augnskuggana á augun.
Eins og ég segi þá er þessi nú þegar komin í mitt safn og ég hvet ykkur til að tryggja ykkur þessa 14 augnskugga pallettu sem er á fáránlegu verði miðað við bæði gæði og magn en hún kostar um 9000kr – 643 kr augnskugginn og penslarnir frítt með;)
EH
Skrifa Innlegg