fbpx

Must Have fyrir Makeup fíkla!

AugnskuggarÉg Mæli MeðFallegtmakeupMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSmashboxSnyrtibuddan mín

Ég er ein af þeim sem er búin að bíða í ofvæni eftir því að heyra hvort og hvenær Full Exposure augnskuggapallettan komi til Íslands. Pallettan er mætt og ætti að vera að lenda á sölustöðum Smashbox í dag – t.d. Hagkaup Kringlu, Smáralind og Holtagörðum.

Þetta er eiguleg palletta sem inniheldur 14 mismunandi litaða augnskugga ýmist sanseraða eða matta. Ég sé fullt af möguleikum í þessari pallettu og ég hlakka til að byrja að prófa mig áfram með hana. Mín er komin í hús og ég dáist að fegurð hennar!

Þegar ég var að leita að skemmtilegum myndum af pallettunni sá ég að þessi palletta er mikið borin saman við Lorac Pro augnskuggapallettuna sem ég hef heyrt mjög góða hluti um. Mér finnst helst vera mikið talað um meðal makeup fíkla að það sé nauðsynlegt að eiga Lorac Pro pallettuna og Naked 2 pallettuna frá Urban Decay. Ég er alla vega búin að ákveða það að ég mun panta þær á næstunni og fá ameríkufarana mína til að koma með þær heim í apríl. Mér finnst maður aldrei eiga nóg af augnskuggum og það er um að gera að prófa það sem í boði er!

smashboxbirthdaynails 084 9707871_origAftan á pallettunni er strikamerki sem þið getið skannað inn með spjaldtölvu eða síma og þá farið þið beint inná sýnikennslumyndband þar sem þið fáið að sjá sýnikennslumyndband fyrir augnskuggapallettuna. Þetta á við um margar aðrar vörur frá merkinu líka.smashboxbirthdaynails 031 smashbox-palette smashbox-full-exposure-2 how-to-apply-eye-shadow-for-downturned-eyes_Smashbox-Full-Exposure-PaletteMeð aungskuggapallettunni fylgja leiðbeiningar um hvernig þið getið notað augnskugga eftir því hvernig lag er á augunum ykkar og eftir því hvort um dag eða kvöldförðun er að ræða og svo er líka farið yfir augnförðun sem hæfir augunum best.
IMG_1643Með pallettunni fylgir svo tvöfaldur bursti sem er hægt að nota til að bera augnskuggana á augun.

Eins og ég segi þá er þessi nú þegar komin í mitt safn og ég hvet ykkur til að tryggja ykkur þessa 14 augnskugga pallettu sem er á fáránlegu verði miðað við bæði gæði og magn en hún kostar um 9000kr – 643 kr augnskugginn og penslarnir frítt með;)

EH

Sumarið frá Chloé

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Gerður Guðrún

    19. March 2014

    Falleg neutral paletta, hvernig eru augnskugganir er nokkuð mikið fallout??

    • Heyrðu ég er ekki enn búin að fá tækifæri til að prófa hana. En það sem ég hef lesið á netinu er allt ótrúlega gott. Á einum stað var minnst á að sanseruðu skyggarnir gætu hrunið smá en það er svo sem eðlilegt fyrir sanseraða skugga. Mér finnst alla vega snilld að þarna séu 7 mattir skuggar þar sem það vantar mjög oft í svona stórar pallettur eins og t.d. Naked 2 ;)

  2. Gréta

    19. March 2014

    Sæl elsku Erna
    Ég var að pæla í að kaupa mér farðann Loreal true match. Ég var að spá hvaða lit þú mælir með ef maður hefur t.d. verið að nota nr 20 í Chanel og 52 í Bourjois og Vanilla í make up store….

    • Ohh, veistu þetta getur verið svo misjafnt á milli merkja. Ég mæli með því að þú prófir litina á kjálkanum þínum til að sjá hvaða litur fellur saman við hörundslit þinn. Ef þú þarft hjálp þá verð ég stödd fyrir framan Lyfju í Smáralind með kynningu á konukvöldinu annað kvöld og get aðstoðað þig við að velja réttan lit :)

  3. Jóna

    19. March 2014

    Vá hvað mér finnst þessir litir æðislegir, Smashbox blætið mitt er ekkert að minnka við þessa pallettu

  4. Lilja

    19. March 2014

    Hæ Erna! Ég ætla að kaupa mér augnskugga pallettu og langaði að spurja þig hvort þú mæltir frekar með þessari eða Naked2? Ég er aðallega að pæla í áferð augnskugganna og endingu. Kveðja, Lilja.

    • Ég hef ekki enn haft færi á að prófa þessa almennilega það er þó verk næstu daga :D En sem makeup fíkill þá ætla ég að eiga báðar en ef þú vilt fara hagkvæmu leiðina þá myndi ég taka Smashbox, fleiri augnskuggar á betra verði, þú getur testað hana útí búð en naked 2 fæst bara erlendis. Á morgun er svo konukvöld Smáralindar og það kæmi mér á óvart ef það yrði ekki tax free inní Hagkaup þar sem Smashbox er og þú getur nælt þér í hana á enn fáránlegra verði ;)

      • Lilja

        20. March 2014

        Takk fyrir þetta :)