fbpx

Missoni – Hangandi sloppar og gróf efni

FashionTrend

Ég er nú ekki búin að vera eins dugleg og ég ætlaði mér að vera í því að skrifa um línurnar sem hafa verið frumsýndar síðustu daga og vikur á tískuvikum – það er eiginlega bara tímaleysi að kenna. En það var eitthvað við Missoni línuna sem heillaði mig svo ég ákvað að setja barnið í hendur föður síns og eyða nokkrum mínútum í eftirfarandi texta…

Fyrst ætla ég að monta mig af því að eiga Missoni flík – reyndar úr Lindex en samt;) Missoni er merki sem hefur alltaf gert rosalega flottar flíkur úr grófum efnum eins og t.d. ull og ofnum eða prjónuðum efnum. Það eina sem pirraði mig smá var stíliseringin – hangandi slopparnir heilluðu ekki :/ En flíkurnar sjálfar fannst mér virkilega fallegar. Mjúkir litir og sterkir inná milli svarta og gráa litsins – prjónuðu kjólarnir og fallega sniðnu buxurnar – endilega skoðið vel skálmarnar virkilega flottur frágangur. Svo voru það munstruðu dragtirnar mmwwahh! – með þessu hljóði megið þið ímynda ykkur að ég sé að kyssa fingurna eins og Ítalir gera mikið í auglýsingum um pizzur og pasta.

Síðast en ekki síst voru það sokkabuxurnar sem vöktu lukku hjá mér. Sjálf er ég mikil sokkabuxna manneskja og á fleiri pör af sokkabuxum en sambýlismaður minn á af flíkum – þar með töldum sokkunum hans. Þær minntu mig smá á lærasokka eða sokka sem voru settir yfir aðrar sokkabuxur, ég er einmitt mjög hrifin af því að nota sokka við munstraðar sokkabuxur.

Eruð þið nokkuð með netfangið hjá Angelu Missoni – mig vantar nefninlega bláu buxurnar á neðstu myndinni, eiginlega nauðsynlega;)

EH

Nude varir áberandi á Óskarnum

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1