fbpx

Minn maður fer ekki í jólaköttinn

Ég Mæli MeðFallegtFashionJólagjafahugmyndir

Í gærkvöldi var farið í smá innkaupaleiðangur og markmiðið var að finna jóladressið á Aðalstein og í leiðinni að koma smá hreyfingu á mig – löbbuðum alla Kringluna og niður allan Laugaveginn, ekkert gerðist hins vegar nema bara slæmir fyrirvaraverkir….

Við fundum buxur inní Selected – ein af mínum uppáhalds búðum þar finn ég alltaf eitthvað á okkur bæði. Svo lá leiðin niður í Kraum í Aðalstræti til að kaupa skyrtu. Við vorum nýlega búin að uppgötva skyrturnar frá íslenska merkinu Huginn Muninn og ég hafði ákveðið að gefa Aðalsteini eina á aðfangadagsmorgun – smá hefð hjá okkur að gefa einn pakka um morguninn áður en allt fjörið hefst. En af því við erum að fara á jólahlaðborð í kvöld þá ákvað ég að hann fengi hana bara aðeins fyr og kallinn var frekar sáttur.

Við keyptum skyrtu með svona minni kraga – smá öðruvísi.Jónsi var í skyrtu frá Huginn Muninn þegar hann keppti í Eurovision í vor. Skyrturnar fást m.a. í Kraum, Atmo og Kormáki og Skildi og eru á mjög fínu verði. Þær koma í 2 sniðum, fitted og regular og mörgum mismunandi stærðum. Það er eins gott að jólakötturinn láti minn mann í friði þessi jól því hann verður dáldið flottur í tauinu – á meðan ég veit ekki í hverju ég verð í sem verður ekki ákveðið fyr ren á aðfangadag þegar bumbustatus er kominn á hreint fæ ég að ákveða dressið hans okkur báðum til mikillar ánægju!

EH

Holster - Fyrir Hann

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    14. December 2012

    Gangi þér alveg ótrúlega vel svona á lokasprettinum!:) Og mikið eru þetta fínar skyrtur.

  2. Auður

    14. December 2012

    C.a á hvaða verðbili eru þessar skyrtur? þær eru sjúklega flottar :) væri ekki leiðinlegt að gefa kallinum í jólagjöf!

  3. Einar

    14. December 2012

    Thaer fast lika i Herrahusinu a Laugaveginum og thar er lika haegt ad threngja taer og svoleidis ef thad thar, innifalid i verdinu.

  4. Einar

    14. December 2012

    Ja og thar kosta Thaer 14.900kr, veit ekki hvad thaer kosta a hinum stödunum.

    • Auður

      14. December 2012

      Snilld! takk fyrir svarið :)