fbpx

Mín förðun hjá Andreu

Ég fékk þann heiður að hanna förðunarlúkkið fyrir SS14 sýninguna hjá Andreu Magnúsdóttur sem var sýnd í Hafnarborg í Hafnafirðinum á fimmtudaginn. Auk þess fór ég fyrir förðunarteyminu en í förðunina notuðum við vörur frá L’Oreal.

Þessi stórkostlega sýning er ein sú flottasta tískusýning sem ég hef fengið að taka þátt í og skemmtilegasta verkefni sem ég hef fengið að koma að. Það var svo gott skipulag á öllu og ég hef bara held ég aldrei séð það gerast að allt er reddí og sýningin byrji bara um leið og hún er auglýst – það kemur alltof sjaldan fyrir. Það myndaðist ólýsanleg stemming baksviðs fyrir sýninguna en það var að sjálfsögðu hitað vel upp á rennslinu með skemmtilegu tónlistinni sem Gullfoss og Geysir sáu um og Stella Rósenkranz stjórnaði showinu með glæsibrag. Allt gekk upp og allt var óaðfinnanlegt!

Ég tók því miður ekki nóg af myndum enda vannst alls ekki mikill tími til þess en hér eru þó nokkrar ásamt smá lýsingu á lúkkinu;)

andreabaksviðs11 andreabaksviðs12 andreabaksviðs14 andreabaksviðs15

Því þiður er ekki meira en þetta í boði frá mér en baksviðs voru ljósmyndarar aem mynduðu allt svo é sýni ykkur fleiri myndir síðar. Samtals farðaði ég fimm fyrirsætur frá grunni og fylgdist með öllu sem á gekk:)

Lykilvörur til að ná förðuninni…

Nutri Gold rakakrem:

Þvílíkt dásemdarkrem sem er svo fallegt sem undirstaða undir hvaða förðun sem er. Hér er á ferðinni næringarríkt krem sem inniheldur örfínar olíuagnir en formúla kremsins er innblásin frá fegurðarrútínu asískra kvenna sem eru þekktar fyrir að hugsa sérstaklega vel um húðina sína. Formúla kremsins gefur húðinni samstundis fallegri áferð. Sérstaklega hannað með húð kvenna frá norðurlöndunum í huga. Of mikill þurrkur og stress einkennir oft húðina okkar en olíuvörunum er ætlað að hjálpa húðinni að slaka á og nærast. Alveg bjútifúl og skilur eftir flauelsmjúka og fallega húð – mæli með!

andreabaksviðs3

Infallible farðinn:

Nýji farðinn frá L’Oreal nefnist Infallible og er endurbætt útgáfa af farða sem var til fyrir hjá merkinu. Mér þótti farðinn nú aldrei neitt beint spes – hann var mjög góður og með flotta endingu en fyrir mig vantaði þetta wow factor svo ég notaði hann aldrei í verkefnum fyrir L’Oreal… En þennan elska ég!!! Svo falleg og geislandi áferð frá honum. Ef þið þekkið eitthvað til farðanna hjá L’Oreal þá er þessi mitt á milli þess að vera Lumi Magique og True Match. Þennan farða er ég mikið búin að nota sem undirstöðu í lúkk myndatökur hjá mér og t.d. í sýnikennslu videounum fyrir Real Techniques – þegar það birtist mynd af mér með hann þá er undantekningarlaust einhver sem spyr með hvaða farða ég er með – svo fallegur er hann. Það sem er svo sérstakt við hann er að hann gefur mjög þétta þekju en samt mjög létta áferð svo ljómi húðarinnar nær að koma undan farðanum. Ég veit ekki hvernig ég get lýst þessu betur.

andreabaksviðs4

Lumi Magique hyljarinn:

Hann notaði ég yfir farðann til að lýsa upp svæði húðarinnar. Ég bjó sem sagt contrastinn til með farðanum og lumi hyljaranum og valdi þá bara aðeins dekkri farða sem ég blandaði vel saman við húðina.

Color Riche Le Smoky eyelinerblýantur:

Þetta er alveg lykilvara en hana notaði ég til að grunna augnförðunina. Blýanturinn er mjög kremaður og því ekkert mál að dreifa úr honum. Ég setti þykka línu meðfram efri og neðri augnhárunum og dreifði úr honum. Liturinn á eyelinernum er súkkulaðibrúnn og hann þekur mjög vel. Yfir þetta notaði ég kaldan brúnan augnskugga með silfurögnum úr Color Riche augnskuggapallettu nr E2. Litirnir blönduðust svona rosalega fallega saman!

Superliner Blackbuster:

Eyelinerlínuna vildum við hafa ótrúlega þykka og með spíss að sjálfsögðu. Ég nota nánast eingöngu blauta eyelinertússpenna og þessi er svo þykkur og flottur að það er ekkert mál að gera flotta línu með þessum. Hér er lykilatriði að byrja að hafa línuna mjóa og byggja hana smám saman upp og enda á að fullkomna spíssinn.

andreabaksviðs2

So Couture maskarinn:

Að sjálfsögðu kom enginn annar maskari til greina en þessi en allar fyrirsæturnar fengu að sjálfsögðu maskarann og svo var hann í öllum goodie pokunum sem gestir fengu. En af því við vildum hafa aungnhárin löng og því settum við stök augnhár á þær sem þurftu.

andreabaksviðs7

6 Hour Gloss:

Allan þann tíma sem ég hef þekkt Andreu finnst mér hún alltaf hafa verið með ljósar og glossy varir. Hún notar yfirleitt L’Oreal gloss og þessi létti bleiki litur varð fyrir valinu. Svo hlóðun við því bara á til að fá eins mikinn glans og við gátum:)

andreabaksviðs6

Real Techniques:

Fullkomin áferð og fullkomin förðun – ég elska þessa bursta útaf lífinu… – hér sjáið þið settið mitt ;)

andreabaksviðs

Hér er ein af myndunum sem ég tók á meðan ég fylgdist með rennslinu fyrir sýninguna. Förðunarmyndirnar sem þið sjáið hér fyrir ofan eru ekki nákvæmlega lokaútkoman en ég ákvað að það þyrfti að skerpa enn frekar á húðinni með miklu meiri skyggingu undir kinnbeinum og einnig voru augun skerpt enn meira með léttri áferð af svörtum augnskugga. Mér fannst þó mjög mikilbægt að halda í mýktina á skyggingunni og ég held að það hafi tekist nokkuð vel til:)

andreabaksviðs20

Ég hlakka svo til að sýna ykkur fleiri myndir frá sýningunni sjálfri í stað þess að setja inn fleiri myndir frá æfingunni enda gefur sýningin sjálf miklu betri skil á frábærri stemmingu sem var í salnum.

Hér er ein samt sem Aldís Pálsdóttir tók sem birtist á Facebook síðunni hennar Andreu af lokaatriðinu – glimmer, gleði og glamúr!!!

20140517-155938.jpg

Takk fyrir mig kæra Andrea, Óli og allir hinir sem komu að þessari æðislegu sýningu – pant vera með líka næst!

EH

Náðu lúkkinu hennar Emmu

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Eva Suto

    17. May 2014

    Ótrúlega flott hjá þér! <3

  2. Helena Guðlaugsdóttir

    20. May 2014

    Hvað heitir glossinn sem þú notaðir? Ekkert smá flottur litur :)