fbpx

Með eða án eyeliner

AugnskuggarAuguDiorLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsMitt MakeupNáðu LúkkinuSnyrtibuddan mín

Ég er alltaf á síðustu stundu – þegar flestar konur eru að taka sig til þá byrja þær að dunda sér fyrir framan spegilinn við að mála sig og gera hárið fínt. Það geri ég ekki, ég sit fyrir framan tölvuna oftast og býð fram á síðustu stundu með að fara að taka mig til. Af því ég veit að ég verð snögg að því. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir mig að eiga snyrtivörur sem ég er fljót að setja á mig og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því sem ég er að gera.

Ég dýrka einfalda augnskugga – þá sem ég get bara sett beint á augnlokið og þarf lítið sem ekkert að dreifa. Áferðin verður jöfn af því áferðin á augnskuggunum sér um að áferðin á augunum verði fullkomin. Í flestum tilvikum eru þetta kremaugnskuggar en um daginn fékk ég að prófa púðuraugnskugga sem gerir nákvæmlega þetta.

Augnskugginn er úr haustlínu Dior – hann er af tegundinni Diorshow Fusion Mono. Ég er með litinn sem er í neðri línunni lengst til vinstri – Cosmos nr 821. Aungnskuggarnir eru með sérstaklega góða endingu og það sem er skemmtilegt við þá er að þeir eru eins og þeir séu kremaðir við viðkomu en þeir gefa áferð sem minnir meira á púðuraugnskugga. Þegar ég er með einn augnskugga þá finnst mér líka skemmtilegt þegar það eru ljómandi agnir í þeim sem gerir það að verkum að þegar ljós fellur á augnlokin virðist augnskugginn breyta um lit og þar af leiðandi virðist förðunin mun flóknari en hún er. En sannleikurinn er sá að ég set bara augnskuggann beint á augnlokið – yfir allt augnlokið uppað globuslínunni og vinn svo litinn aðeins uppá augnbeinið. Ég nota flatan augnskuggabursta með frekar löngum hárum til að bera hann á – en reyndar fylgir mjög fínn bursti með augnskuggunum. Ég er bara vanari að nota mína;)Dior-Fall-2013-Makeup-2

SONY DSC

Eini gallinn við mig er að ég nenni oftast ekki að setja á mig eyeliner – ég set augnskugga en ekki eyeliner. Mörgum finnst það ef til vill skrítið og ég get ekki alveg útskýrt afhverju ég geri það ekki – held þetta sé oftast spurning um tíma og sú staðreynd að ég finn aldrei eyelinertúss þegar ég þarf á honum að halda. Ég nota nánast eingöngu eyelinertússa þegar ég er að farða sjálfa mig.

Þegar ég prófaði þennan skugga ákvað ég að taka bæði myndir af mér með hann og svo með og án eyeliner til að sjá muninn og átta mig á því hvort mér fyndist fara mér betur.

Án eyeliner:

SONY DSC

Með eyeliner:

SONY DSC

Vitiði ég held ég sé eiginlega hrifnari af lúkkinu með eyeliner – mér finnst heildarlúkkið fallegra og nú verð ég að fara að einbeita mér að því að búa til 5 auka mínútur áður en ég er að fara eitthvað út svo ég geti nú sett á mig eyeliner. Mér finnst líka virkilega skemmtilegt að setja smá augnskugga yfir eyelinerinn þá blandast allt svo vel saman og förðunin flæðir ef svo má að orði komast.

SONY DSC

En hvað finnst ykkur – eyeliner já eða nei?

EH

Nýjasta nýtt: Balmain neglur

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. loa

    16. October 2013

    með:)

  2. Adda

    16. October 2013

    Með eyeliner, án efa. Gefur förðuninni meiri dýpt

  3. Andrea

    16. October 2013

    Já eyeliner :) ótrúlega flottur litur <3

  4. Agnes

    16. October 2013

    Finnst förðunin flottari með eyeliner, en ertu að setja svartan og svo bara smá augnskugga yfir?

    • Reykjavík Fashion Journal

      17. October 2013

      Já – bæti samt ekki á – nota bara pensil til að dreifa smá af augnskugganum yfir eyelinerinn ;)

  5. Helga Birgisdóttir

    16. October 2013

    Finnst eyelinerinn alltaf poppa förðunina upp og gefa henni þetta extra, svo er einmitt gaman að leika sér með að hafa eyelinerinn skarpann eða setja smá augnskugga yfir til að breyta til og ef maður vill hafa lúkkið meira blandað saman, eða flæði í því eins og þú segir. Mér finnst samt líka skemmtilegt að prufa að sleppa eyelinerinum en það lúkk er kannski ekki eins sparílegt, meira svona á kaffihús á kvöldin eða ef maður vill poppa sig aðeins upp dags daglega. Þegar ég sleppi blauta eyelinernum set ég oft svartan eða brúnan smokey blýant í góðri línu við augnhárin (á augnlokinu) sem ég blanda síðan út og set augnskugga yfir bara til að fá smá auka dýpt alveg við augnhárin

    Mér finnst þú mjög fín og sparíleg með eyelinerinn og án hans eru líka fín en samt allt annað lúkk við önnur tilefni. =)

  6. Bára

    17. October 2013

    Eyeliner, ekki spurning :D

  7. Fríða

    17. October 2013

    Með eyeliner
    Fást þessir augnskuggar hér? Finnst litirnir algjört æði!

  8. Rósa

    17. October 2013

    Með eyeliner :)