fbpx

McQueen hittir í hjartastað!

FashionSS16Stíll

Ég var að keyra heim í kvöld með strákunum mínum frá mömmu og pabba og var svona aðeins að renna í gegnum Instagram (ég var ekki við stýrið svo það sé nú á hreinu). Rakst ég þá á þessa svakalega miklu fegurð og ég bara iðaði öll af spenningi þegar ég fór í gegnum baksviðs myndir frá SS16 sýningu Alexander McQueen. Við erum sko að tala um gæsahúð og læti.

Ég var einmitt að ranta um það í gær hér á síðunni hvað mér fyndist leiðinlegt að hafa haft lítinn tíma til að fylgjast með og skrifa almennilega um tískuvikurnar (halló ég er ekki einu sinni búin að skrifa um Burberry!) en ég bý bara til tíma núa til að sýna ykkur þessar gersemar!

Rufflur, blúndur, blóm, hekl, útsaumur og ég veit ekki hvað og hvað er meðal þess sem við fengum að sjá. Litirnir heilla mig alveg sérstaklega mér líður eins og ég hafi verið boðin á ball í London um 1800 og eitthvað þegar ég horfi á suma kjólana en færist svo aðeins á árin nær okkur þegar líða fer á myndefnið…

Horfið, rýnið í og njótið!

Fleiri myndir HÉR.

Screen Shot 2015-10-04 at 9.04.27 PM Screen Shot 2015-10-04 at 9.04.34 PM Screen Shot 2015-10-04 at 9.04.42 PM Screen Shot 2015-10-04 at 9.04.50 PM Screen Shot 2015-10-04 at 9.04.57 PM Screen Shot 2015-10-04 at 9.05.04 PM Screen Shot 2015-10-04 at 9.05.17 PM Screen Shot 2015-10-04 at 9.05.26 PM Screen Shot 2015-10-04 at 9.05.33 PM Screen Shot 2015-10-04 at 9.05.41 PM Screen Shot 2015-10-04 at 9.05.49 PM Screen Shot 2015-10-04 at 9.05.57 PM Screen Shot 2015-10-04 at 9.06.05 PM Screen Shot 2015-10-04 at 9.06.12 PM Screen Shot 2015-10-04 at 9.06.18 PM Screen Shot 2015-10-04 at 9.06.25 PM Screen Shot 2015-10-04 at 9.06.32 PM Screen Shot 2015-10-04 at 9.06.49 PM Screen Shot 2015-10-04 at 9.06.55 PM

Bjútíhlið sýningarinnar æpir nafn Jane Austen á mig – eru einhverjir fleiri með mér í því. Vinkonur mínar Elizabeth Bennett og Dashwood systranna væru nú alveg stórglæsilegar í þessum klæðum.

Screen Shot 2015-10-04 at 9.07.02 PM Myndirnar eru fengnar frá Instagram síðu merkisins – @WORLDMCQUEEN

En mig langaði nú bara svona að sýna ykkur smáatriðin sem heilluðu mig alveg sérstaklega. Hér er hugsað fyrir hverju einu og einasta atriði og allt er fullkomið. Ég hlakka til að sökkva mér betur ofan í þessa fallegu sýningu en þessi lína er ein sú allra fallegasta sem ég hef séð frá merkinu en þá sérstaklega af því ég get séð sjálfa mig í svo mörgum af þessum klæðum. Það er ekkert alltaf þannig með svona sýningar og alls ekkert algengt með McQueen sýningarnar.

Hvernig líst ykkur á? Ég er ástfangin ef þið náðuð því ekki og ætla að fara með þessar myndir á fyrsta hitting okkar Andreu fatahönnuðar þar sem brúðkaupsdressið mitt verður til umræðu!

Annars þykir mér líklegt að tískusystir mín Elísabet Gunnars muni einnig sýna ykkur fleiri myndir úr þessari línu fyrr en síðar mig grunar að við séum sammála með þessa fegurð – ég býð spennt eftir athugasemd frá henni ;)

EH

Greige

Skrifa Innlegg