Á hverju ári býð ég spennt eftir að sjá hvernig dagatal frá einu af mínum uppáhalds snyrtivörumerkjum kemur til með að líta út. Maybelline hefur sent frá sér dagatal í mörg ár núna og útkoman er alltaf töff – þó það sé stundum aðeins of mikið af hinu góða. Dagatalið í ár er þó mjög flott og ég tók saman myndirnar úr dagatalinu hér fyrir neðan.
Það er auðvitað frekar ýkt, litríkt og stelur athyglinni en alveg í takt við merkið sjálf og ímynd þess. Það er mjög gaman að sjá þessar myndir og venjulega er ein vara sem er höfð í aðalhlutverki á hverri mynd eða einn förðunarstíll.
Á hverju ári er það Charlotte Willer sem er Global Makeup Artist fyrir Maybelline sem sér um farðanir á fyrirsætunum sem eru allar andlit Maybelline. Þar á meðal eru tvær fyrirsætur frá norðurlöndunum þær Frida Gustavson og Freja Beha Ericsen.
Dagatalið hefur því miður ekki ratað til Íslands í nokkur ár en það væri nú gaman fyrir forfallna förðunaraðdáendur að eignast svona grip til að hengja fyrir ofan snyrtiborðið. Ég þarf klárlega að spurja útí hvort Maybelline á Íslandi fái nokkuð eintök af dagatali ársins og læt ykkur svo vita.
Þetta eru skemmtilegar myndir sem sýna fjölbreytta förðunarstíla sem er bara gaman. Reyndar er kannski fínt að taka fram að dagatalið er gert í USA og vegna þess að það er ekki sama vöruúrval í Evrópu og í USA þá eru kannski einhverjar vörur sem eru notaðar í tökunum eða þið sjáið á bandarísku síðum merkisins ekki fáanlegar hér. Reyndar er ég ein af þeim heppnu sem veit um nokkrar spennandi nýjungar sem eru væntanlegar frá þeim í sölu hér á þessu ári – hlakka til að segja frá þeim ;)
EH
Skrifa Innlegg